Meinuðu Dorrit að fara úr landi 10. maí 2006 21:28 Forsetafrúin með börnum á Bessastöðum á öskudag. Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael.Dorrit Moussaieff forsetafrú var á heimleið úr nokkurra daga ferðalagi í Ísrael þar sem hún er fædd. Landamæraverðir stöðvuðu hana þegar hún framvísaði bresku vegabréfi og kröfðust þess að hún framvísaði ísraelsku vegabréfi. Forsetafrúin er breskur ríkisborgari en samkvæmt ísraelskum lögum verða allir þeir sem eru fæddir í Ísrael að framvísa ísraelsku vegabréfi. Landamæraverðirnir meinuðu henni því að halda för sinni áfram fyrst um sinn.Samkvæmt upplýsingum NFS leystist málið eftir að haft var samband við ræðismann Íslands í Tel Aviv, sem reyndar er staddur hér á landi á ráðstefnu ræðismanna Íslands erlendis. Jafnframt var haft samband við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Sendiherrann þar er jafnframt sendiherra Íslands í Ísrael.Dorrit er komin aftur til Íslands. Hún sagði í viðtali við Fréttastofu Sjónvarpsins að henni hefði runnið í skap þegar einn landamæravarðanna spurði hvernig hún gæti verið gift manni sem væri ekki gyðingur. Þá svaraði hún því til að þetta væri ástæðan fyrir því að öllum væri illa við gyðinga.Myndir náðust af atvikinu og voru leiknar í ísraelskum fjölmiðlum í dag. Fréttastjóri ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Stöð 10 sagði í samtali við NFS að málið hefði vakið mikla athygli í Ísrael í dag og myndband af atburðinum farið víða um heim. Forsetafrúin var í símaviðtali á Stöð 10 í dag og gerði þar grein fyrir sinni hlið málsins á hebresku. Fréttastjórinn átti ekki von á að nein eftirmál yrðu vegna uppákomunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ísraelskir landamæraverðir ætluðu að neita Dorrit Moussaief forsetafrú að fara úr landi í gær eftir stutta heimsókn. Hún fékk ekki að halda áfram för sinni fyrr en rætt hafði verið við ræðismann Íslands í Ísrael.Dorrit Moussaieff forsetafrú var á heimleið úr nokkurra daga ferðalagi í Ísrael þar sem hún er fædd. Landamæraverðir stöðvuðu hana þegar hún framvísaði bresku vegabréfi og kröfðust þess að hún framvísaði ísraelsku vegabréfi. Forsetafrúin er breskur ríkisborgari en samkvæmt ísraelskum lögum verða allir þeir sem eru fæddir í Ísrael að framvísa ísraelsku vegabréfi. Landamæraverðirnir meinuðu henni því að halda för sinni áfram fyrst um sinn.Samkvæmt upplýsingum NFS leystist málið eftir að haft var samband við ræðismann Íslands í Tel Aviv, sem reyndar er staddur hér á landi á ráðstefnu ræðismanna Íslands erlendis. Jafnframt var haft samband við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Sendiherrann þar er jafnframt sendiherra Íslands í Ísrael.Dorrit er komin aftur til Íslands. Hún sagði í viðtali við Fréttastofu Sjónvarpsins að henni hefði runnið í skap þegar einn landamæravarðanna spurði hvernig hún gæti verið gift manni sem væri ekki gyðingur. Þá svaraði hún því til að þetta væri ástæðan fyrir því að öllum væri illa við gyðinga.Myndir náðust af atvikinu og voru leiknar í ísraelskum fjölmiðlum í dag. Fréttastjóri ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Stöð 10 sagði í samtali við NFS að málið hefði vakið mikla athygli í Ísrael í dag og myndband af atburðinum farið víða um heim. Forsetafrúin var í símaviðtali á Stöð 10 í dag og gerði þar grein fyrir sinni hlið málsins á hebresku. Fréttastjórinn átti ekki von á að nein eftirmál yrðu vegna uppákomunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira