Viðskipti innlent

Engan leka takk fyrir

Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt.

Þannig er í nýjasta tölublaði Economist að finna fyrirsögnina „Ram-a-lamb-a-ding-dong“ með grein um hrútasæði, tæknilegar hindranir og iðnaðinn í kringum þann geira landbúnaðarins.

Í sömu grein leyfir blaðið sér reyndar ákveðna tvíræðni líka í niðurlagi umfjöllunar um nýja tækni við að geyma sæði því þar segir að leynd hvíli yfir smáatriðum tækninnar „þar sem fjárfestar vilji síður horfa upp á mikinn leka“.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×