Viðskipti innlent

Sakaðir um samráð

Framleiðendur appelsínusafa í Brasilíu eiga yfir höfði sér ákæru frá appelsínuræktendum, sem segja að þeir hafi átt með sér samráð um verð á appelsínusafa.

Samkeppnisyfirvöld syðra hafa í sjö ár haft mál framleiðendanna til rannsóknar. 3,3 milljarða króna sáttagreiðslu var hafnað og felldu yfirvöld á dögunum úrskurð þess efnis að framleiðendur hefðu haft með sér samráð um safaverðið og haldið eftir allt að 231,5 milljörðum íslenskra króna af útflutningsverðmæti appelsínusafa síðastliðin fimmtán ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×