Viðskipti innlent

Peningaskápurinn..

...
...
Stórglæsilega Actavis

Lyfjafyrirtækið Actavis greindi frá kaupum á ráðandi hlut í rússneska

lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje á þriðjudag. Í tilkynningunni eru stóru

lýsingarorðin ekki spöruð.

Fram kemur að helmingur kaupverðsins verði

nýttur til að stækka glæsilega verksmiðju ZiO Zdorovje auk þess sem

haft er eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis, að ZiO Zdorovje sé

mjög vel þekkt félag í Rússlandi fyrir að reka eina bestu

lyfjaverksmiðjuna þar.

Rússland er stórt og langt í burtu og hringdi

fyrirtækið því engum bjöllum hjá þeim sem ekki fylgjast með

lyfjageiranum. Þá er spurning hvernig fjallað er um Actavis á erlendri

grund. Ekki er víst hvort hinn almenni borgari í Rússlandi verði nokkru

nær þegar hann les um stórglæsilegar höfuðstöðvar hins mjög vel þekkta

lyfjafyrirtækis Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði …

Evruraunir Ungverja
...
Ljóst má vera að ekki er að því hlaupið að taka upp evru. Zsigmond

Jarai, seðlabankastjóri í Ungverjalandi, segir aðgerðir stjórnvalda þar

í þá átt gallaðar og óljóst hvenær landið geti skipt um gjaldmiðil, að

því er ríkisfréttastofan MTI greinir frá. Hann segir

„evrusamrunaáætlunina" íþyngjandi fyrir fyrirtæki og líklega til að

draga úr hagvexti. Bankinn þóttist fyrr á árinu sjá fyrir

gjaldeyrisbreytingu á næsta ári, en breytti spánni svo í 2008 og nú í

2010. Sérfræðingar telja svo raunhæfara að ætla að skiptin verði ekki

fyrr en 2014. Í Ungverjalandi hafa verið í gangi mótmæli gegn Ferenc

Gyurcsany forsætisráðherra allt frá 17. september þegar upplýstist að

hann hefði fyrir kosningar í apríl logið til um stöðu efnahagsmála í

landinu.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×