Viðskipti innlent

Meiri samlegð af Newcastle

Þegar fyrirtæki eru keypt er gjarnan bent á að hagræðing náist fram með samlegðar-áhrifum. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér í kaupum Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á West Ham. Reyndar liggja þar einhverjir möguleikar á að selja landssvæði í framtíðinni. Hins vegar benti ágætur maður á að meiri samlegð gæti fengist af því að kaupa Newcastle fyrir Björgólf. Þar myndi opnast möguleiki á að nýta búningana og jafnvel leikmenn. Newcastle er í KR búningum og lítil skörun er á milli leiktímabila hér og þar, þannig að þarna næðist fram samlegð í notkun leikmanna og búninga.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×