Bíó og sjónvarp

Casino Royale frumsýnd í London

njósnari hennar hátignar
Daniel Craig heilsar Englandsdrottningu og virðist vera til þjónustu reiðubúinn eins og sönnum James Bond sæmir.
fréttablaðið/ap
njósnari hennar hátignar Daniel Craig heilsar Englandsdrottningu og virðist vera til þjónustu reiðubúinn eins og sönnum James Bond sæmir. fréttablaðið/ap MYND/AP

Þúsundir aðdáenda njósnara hennar hátignar, 007, söfnuðust saman við Leicester-torg þegar nýjasta James Bond-myndin Casino Royale var frumsýnd í London.

Auk aðalleikara myndarinnar mættu meðal annars til athafnarinnar Elísabet Englandsdrottning og hertoginn af Edinborg.

„Ég er mjög spenntur,“ sagði Daniel Craig, sem hefur fengið góða dóma fyrir hlutverk sitt sem Bond. „Svona hlutir gerast bara einu sinni á ævinni og ég ætla að reyna að njóta þess.“

Myndin byggir á fyrstu skáldsögu Ians Fleming um Bond frá árinu 1953. Hvorki tækjameistarinn Q né hinn vinsæli einkaritari Bonds, Miss Moneypenny, sjást í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×