Viðskipti innlent

Ævintýraleg hækkun hlutabréfa

Gylfi Magnússon professor við HÍ
Gylfi Magnússon professor við HÍ
Hækkun hlutabréfa í fyrra var jafnmikil og nam öllum launum og

launatengdum gjöldum sama ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi

Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, í

gær þegar hann kynnti rannsóknir á Íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hann

segir vöxt markaðarins ævintýralegan, ekki síst í ljósi þess að hér

vorum við heilli öld seinna á ferðinni en á hinum Norðurlöndunum.

Gylfi vinnur að því að taka saman rannsóknirnar og verða þær gefnar út á bók á fyrri hluta næsta árs, og aðgengilegar á einum stað í fyrsta sinn.

Margar hverjar eru þetta óaðgengilegar rannsóknir, svo sem lokaverkefni

og námsritgerðir, þannig að ritið verður væntanlega mjög forvitnilegt.

Ævintýraleg hækkun hlutabréfa
...

Hækkun hlutabréfa í fyrra var jafnmikil og nam öllum launum og launatengdum gjöldum sama ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, í gær þegar hann kynnti rannsóknir á Íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hann segir vöxt markaðarins ævintýralegan, ekki síst í ljósi þess að hér vorum við heilli öld seinna á ferðinni en á hinum Norðurlöndunum.

Gylfi vinnur að því að taka saman rannsóknirnar og verða þær gefnar út á bók á fyrri hluta næsta árs, og aðgengilegar á einum stað í fyrsta sinn. Margar hverjar eru þetta óaðgengilegar rannsóknir, svo sem lokaverkefni og námsritgerðir, þannig að ritið verður væntanlega mjög forvitnilegt.

Engin mistök í sjávarútvegsráðuneytiÍ sjávarútvegsráðuneytinu glöddust menn lítt yfir niðurstöðum sem Þórólfur Matthíasson prófessor komst að í grein sinni í nýjasta hefti Vísbendingar um að mistök í ráðuneytinu við útreikning veiðigjalds hefðu kostað ríkið yfir 214 milljónir króna. Enda tóku aðrir miðlar upp niðurstöðuna og birtu. Í athugasemd á vef ráðuneytisins er bent á að forsendurnar sem prófessorinn gefur sér séu rangar. Í lögum um stjórn fiskveiða sé nefnilega kveðið á um hvernig veiðigjaldið skuli út reiknað og við hvað skuli miðað, svo sem verð gasolíu á Rotterdam-markaði og eftir fyrirmælum löggjafans hefur ráðuneytið starfað.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×