Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Góður biti í hundskjaftKaup Danske Bank á bankahluta Sampo-fjármálasamsteypunnar eru liður í því að styrkja samkeppnisstöðu danska bankans gagnvart Nordea, stærsta banka Norðurlanda en báðir bankarnir vilja stækka í gegnum Eystrasaltsríkin og Rússland. Kaupþing ætlar að stækka í gegnum Norðurlöndin og hafa boðað sölu á nýju hlutafé til erlendra fjárfesta. Ef Kaupþing hafði hugsað sér að taka yfir bankahluta Sampo þá eru þær hugmyndir foknar út í veður og vind. "Þar fór góður biti í hundskjaft," sagði mikill áhugamaður um íslensku útrásina við tíðindin. Sá hinn sami telst ekki til aðdáenda Danske Bank. Jón boðar breytingar í HoFJón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var eins og oft áður eitt aðalumræðuefni breskra fjölmiðla í gær. Í viðtali við Times mun forstjórinn hafa kallað breskar verslanir leiðinlegar og þreytandi og að þær bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Sagði Jón House of Fraser, sem Baugur og aðrir fjárfestar luku við kaup á í gær, ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og "krydda" vöruúrvalið. Kom það fram í Times að breytingar á House of Fraser muni taka um tvö ár og að kostnaðurinn við þær muni hlaupa á tugum milljóna punda.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×