Bíó og sjónvarp

Mel Gibson heiðraður

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson fær verðlaunin afhent í Los Angeles.
Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson fær verðlaunin afhent í Los Angeles. MYND/Getty

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson fékk nýverið Latino-heiðursverðlaun fyrir væntanlega kvikmynd sína Apocolypto. Voru verðlaunin afhent í Los Angeles, þar sem fólk af suður-amerískum uppruna er afar fjölmennt.

Myndin, sem fjallar um Maya og var tekin upp í Mexíkó, verður frumsýnd í desember. Fjallar hún um hnignun hinnar háþróuðu menningar Maya-frumbyggjanna í Mexíkó.

Gibson, sem er fimmtugur, var í sviðsljósinu á dögunum þegar hann var handtekinn fyrir að aka bíl sínum ölvaður. Bölvaði hann gyðingum við handtökuna og sagði þá bera ábyrgð á öllum styrjöldum heimsins. Baðst hann síðar afsökunar á ummælunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×