Innlent

Yfir 400 í mjög brýnni þörf

402 eldri borgarar eru í mjögbrýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimiliog 53  í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar.

Rúmlega helmingur þeirra sem eru í mjög brýnni þörf búa í Reykjavík en helmingur þeirra sem eru í brýnni þörf búa í suðvesturkjördæmi.

Í fyrirspurninni var einnig spurt eftir fjölda hjúkrunarrýma og hvernig þau skiptust eftir landshlutum. Þau eru alls 2.505, rúmlega þúsund í Reykjavík en á bilinu 300 til 400 í öðrum kjördæmum. Að meðaltali eru 8,9 hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa, flest í norðvesturkjördæmi eða 12,2 en fæst í suðvesturkjördæmi þar sem þau eru 5,7.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×