Þjóðhetja fellur frá 3. september 2005 00:01 Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira