Þjóðhetja fellur frá 3. september 2005 00:01 Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn. Fréttir Innlent Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum, bæði til sjós og lands. Það er óhætt að segja að Guðmundur Kjærnested hafi verið þjóðhetja fyrir framgöngu sína í þorskastríðunum við Breta, en hann tók þátt í þeim öllum. Sérstaklega þótti hann harður í horn að taka í stríðunum 1972 og 1975 þegar landhelgin var færð út í 50 og 200 mílur, en þá var hann orðinn skipherra. Það var til dæmis Guðmundur sem fyrst beitti togvíra klippunum góðu. Það var í 50 mílna stríðinu árið 1972 þegar hann klippti trollið aftan úr breskum togara norðaustur af Hornbanka. Guðmundur var þá skipherra á Ægi. Þetta var mikilvægur atburður í deilunni við Breta því þarna sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum og verja landhelgina. Þá þótti Guðmundur sýna fádæma harðfylgi í síðasta þorskastríðinu þegar freigátan Falmouth sigldi á varðskipið Tý á fullri ferð og var næstum búin að sökkva því. Öll skrúfublöðin hreinsuðust af bakborðsskrúfunni þannig að bakborðsvélin var óvirk. Þannig ástatt og með skipið stórlaskað fyrir utan þetta setti Guðmundur á fulla ferð og klippti aftan úr næsta togara. Bretar ætluðu ekki að trúa því að nokkur maður gæti verið svona harður af sér. Guðmundur Kjærnested fór fyrst á sjóinn árið 1940, þá sautján ára gamall. Hann fór sem háseti á togaranum Belagaum, frá Reykjavík. Hann réðst til Landhelgisgæslunnar árið 1943 og starfaði hjá henni samfellt í fjörutíu ár, þar til hann lét af störfum árið 1983. Guðmundur gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna og var meðal annars forseti Farmanna- og Fiskimannasambands Íslands. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir Kjærnested og eignuðust þau fjögur börn.
Fréttir Innlent Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira