Lífið

Duran Duran tryllti lýðinn

Um ellefu þúsund manns mættu á tónleika Duran Duran í Egilshöll í gærkvöldi og gekk allt vel nema hvað umferð var nokkuð hæg í Grafarvogi bæði fyrir og eftir tónleikana. Hljómsveitin lék ný lög og ekki síður gamla smelli sem hrifu hjörtu íslenskra ungmeyja fyrir tuttugu árum. Voru margar þeirra mættar til að fagna goðunum loks á íslenskri grundu, en nú ráðsettar konur, vel á fertugsaldrinum, og höfðu fengið pössun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.