Menning

Cirque segir söguna af Gústa trúð

Í tilefni af lokahelgi Listahátíðar í Reykjavík ætlar frægur franskur sirkus að segja okkur söguna um Gústa trúð sem vill ekki lengur vera trúður og leitar hamingjunnar annars staðar.

Franski sirkusinn Cirque frumsýnir næstkomandi fimmtudag á Íslandi söguna um Gústa trúð og fer sýningin fram í skrautlegu sirkustjaldi sem þegar hefur verið reist á Hafnabakkanum í Reykjavík. Alls verða sýningarnar fjórar talsins en þessi hátíð er í samstarfi við Hátíð hafsins og Símann. Uppselt er á fyrstu sýninguna sem fer fram 2 júní en þó eru enn til miðar á sýningarnar þann 4., 5. og 6. júní og fara þær fram klukkan 20.

Sýningin er byggð á sögu bandaríka leikritaskáldsins Henrys Millers og ætti engum að leiðast því þarna fara fram loftfimleikar, sjónhverfingar og annað sem einkennir góðan sirkus. Búið er að sýna þessa sögu um allan heim og hefur sýningin fengið fengið góða dóma enda fyrir fólk á öllum aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×