Innlent

Eurovision draumurinn úti

Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Undanúrslitin  fóru fram í Kænugarði í Úkraínu í kvöld og komst Selma Björnsdóttir vel frá flutningi sínum á laginu "If I had your love". Allt kom fyrir ekki, evrópskum sjónvarpsáhorfendum þótti önnur lög betri og veittu Selmu og félögum því ekki brautargengi. Alls tóku 25 þjóðir þátt í undankeppninni í Kænugarði í kvöld. Nöfn þeirra tíu þjóða sem flest atkvæði hlutu í símakosningu voru síðan kynnt handahófskennt en stigafjöldi eða röð þjóðanna var ekki gefin upp. Þær tíu þjóðir sem komust áfram og taka þátt í lokakeppni Eurovision á laugardag eru Ungverjaland, Rúmenía, Noregur, Moldavía, Ísrael, Danmörk, Makedónía, Króatía, Sviss og Lettland. Selma Björnsdóttir og fjölmennt fylgdarlið er því á heimleið frá Kænugarði og kemur til landsins á sunnudag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×