Gunnar velkominn í flokkinn 12. maí 2005 00:01 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira