Lífið

Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins

Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar. Jóhann hóf fréttamennsku á RÚV 1987 og var þar samfellt til 1999 að hann tók við stjórn svæðisstöðvar RÚV á Austurlandi. Jóhann hefur verið dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins síðustu árin, með aðsetur á Akureyri. Jóhann Hauksson var einn umsækjenda um stöðu fréttastjóra Útvarpsins en sagði upp störfum eftir að útvarpsstjóri réði Auðun Georg Ólafsson til starfans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×