Menning

Selaveisla árið 2004

Veislan hefur verið haldin í þó nokkur ár og er nú enn og aftur komið að henni. Veislan verður haldin í nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði. Húsið verður opnað klukkan 19 en borðhald hefst stundvíslega klukkan 20.30. Boðið verður upp á þægilega hljómlist undir borðum og í lok borðhalds mun Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur skemmta viðstöddum. Að borðhaldi loknu verður dansleikur til klukkan 3 eftir miðnætti. Miðana þarf að kaupa fyrirfram og eru þeir til sölu á veitingahúsinu Lauga-Ási, Laugarásvegi 1 í Reykjavík. Þeir sem koma utan af landi geta pantað miða hjá Hallbirni Bergmann í síma 555 3461 og 848 6161. Miðaverð er 4.500 krónur á mann. Á matseðlinum er til dæmis grillað selkjöt, saltaður selur, súrsaðir hreifar og létt söltuð uxabringa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×