EMC gerir SE-VAR Partner samning við Tæknival 27. október 2004 00:01 Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring. Tækni Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan. Samstarfssamningurinn var staðfestur á fjölsóttri ráðstefnu síðastliðinn föstudag í Reykjavík sem haldin var í tilefni lokavottunarferlis samningsins. "SE-VAR samningurinn felur í sér að Tæknival er nú hluti af þjónustuneti EMC og veitir þjónustu og ráðgjöf á gagnageymslulausnum byggða á stöðlum EMC," segir Almar Örn Hilmarsson forstjóri Tæknivals. Hann segir að á síðustu misserum hafi Tæknival gengið í gegnum ítarlega úttekt EMC með tilliti til þjónustuferla og samhliða því hafa tæknimenn og ráðgjafar Tæknivals lokið þjálfun með tilheyrandi prófum sem snúa bæði að þjónustu og söluráðgjöf gagnageymslulausna frá EMC. EMC er leiðandi fyrirtæki gangageymslulausna fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum (SAN, CAS, NAS, DAS). EMC sérhæfir sig í að þróa lausnir sem gera fyrirtækjum kleift að stjórna, vernda og deila upplýsingum á sem hagkvæmastan og skilvirkastan hátt. EMC hefur kynnt til sögunnar hugtakið "stjórnun æviskeiðs upplýsinga" (Information Lifecycel Management) þar sem innviðir upplýsingatækni og fyrirtækis byggja á gildi upplýsinga. Styrkur EMC felst m.a. í að lausnir þess eru óháðar vörumerkjum netþjóna sem fyrir eru hjá fyrirtækjum og þannig er viðhaldið verðmæti fjárfestinga. "SE-VAR Partner” samningurinn er sannarlega fjöður í hatt Tæknivals og mikil viðurkenning á þjónustugetu fyrirtækisins," segir Almar og bendir á að gildi samstarfsins séu víðtæk, meðal annnars megi nefna að starfsmenn Tæknivals hafi nú aðgang og fullan stuðning þjónustuvers EMC, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, allt árið um kring.
Tækni Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira