Innlent

Breytir engu fyrir Norðurljós

Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki. Breytt frumvarp ríkisstjórnarinnar breytir því ekki að Norðurljós munu ekki geta starfað áfram í núverandi mynd. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa segir breytingarnar á frumvarpinu engu breyta fyrir fyrirtækið. Hann sagði málaferli vegna laganna halda áfram og að réttarstaða Norðurljósa væri svipuð og áður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×