Innlent

Alger sátt

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir algera sátt vera innan þingflokksins um breytt fjölmiðlalög. "Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna." Einar telur að niðurstaðan styrki samvinnu stjórnarflokkanna. "Þetta var auðvitað mál sem var þess eðlis að það gat reynt á hana og það sýndi sig, eins og alltaf í þeim málum sem við höfum verið að takast á við á okkar langa sambúðarferli, að okkur hefur tekist að leysa málið að lokum. Það tókst einnig í þetta skipti." Aðspurður hvort málið sé það erfiðasta sem stjórnarflokkarnir hafi fengist við segir Einar: "Ég held nú að andstæðurnar milli þingflokkanna hafi verið magnaðar upp umfram það sem tilefni var til."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×