Innlent

Lokasprettur frambjóðenda

Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið en kosningu lýkur klukkan 22 annað kvöld. Þótt áhugi fyrir þessum kosningum hafi ekki verið talinn mikill var annað að sjá hjá sýslumanninum í Reykjavík í dag þar sem streymdi fólk að til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þar voru biðraðir út á götu og þurfti að hleypa fólki inn í smærri hópum til að þar myndaðist ekki örtröð innan dyra. Haukur Ármannsson, starfsmaður sýslumanns, segir þetta vera mjög svipað og í alþingiskosningunum 2003. Ólafur Ragnar Grímsson rekur ekki formlega kosningabaráttu eins og mótframbjóðendur hans. Baldur Ágústsson hafði hægt um sig í dag, var ekki á neinum kosningafundum en undirbjó sig fyrir sjónvarpskappræður í kvöld. Ein af umboðsmönnum hans sagði að stöðugur straumur hefði verið á kosningaskrifstofu Baldurs á Laugavegi. Til að mynda hefði mikið af ungu fólki komið að kynna sér málefnin. Ástþór Magnússon leggur sem fyrr höfuðkapp á að komast inn í fjölmiðlana og í morgun boðaði hann til blaðamannafundar til að skýra frá því að frétt í DV í dag um að stuðningsmenn hans væru ekki til væri ósönn. Ástþór sýndi einnig skilti með dæmum um hvernig reynt væri að sverta hann í fjölmiðlum. Ástþór Magnússon leggur sem fyrr höfuðkapp á að komast inn í fjölmiðlana og í morgun boðaði hann til blaðamannafundar til að skýra frá því að frétt í DV í dag um að stuðningsmenn hans væru ekki til væri ósönn. Ástþór sýndi einnig skilti með dæmum um hvernig reynt væri að sverta hann í fjölmiðlum. Og Ástþór færi tækifæri til þess bæði á Stöð tvö og Ríkissjónvarpinu í kvöld til að mæta forseta Íslands, en þetta verður í fyrsta sinn sem sitjandi forseti mætir í slíka kappræðu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×