Erlent

Fyrstur til að klifra upp Niagara fossa - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Gadd segir ísinn hafa verið óstöðugan en hann notaði einungis tvær ísaxir við klifrið.
Gadd segir ísinn hafa verið óstöðugan en hann notaði einungis tvær ísaxir við klifrið.
Fjölmargir hafa reynt að fara niður Niagara fossana í Bandaríkjunum í hinum ýmsu ílátum eins og tunnum. Kanadamaðurinn Will Gadd var hinsvegar fyrstur til að klifra upp fossana. Hann notaði eingöngu tvær ísaxir til að klifra upp 45 metra háan hluta fossins sem er frosinn.

Ekki bara það, heldur gerði hann það þrisvar sinnum „Ég komst kannski á toppinn, en Niagara vann stríðið. Eftir daginn var ég ofkældur,“ er haft eftir Gadd á vef CNN.

Gadd segir að klifrið hafi verið erfitt, þar sem ísinn var óstöðugur á sumum stöðum. Þá gerði vatnsrennslið honum erfitt fyrir þar sem hann varð rennblautur og kaldur.

Myndband af klifrinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×