Innlent

Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kvígfirðingar telja að aldrei áður í hálfrar aldar sögu sjónvarps á Íslandi hafi birst myndir úr Kvígindisfirði. Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum.

Þar sem Vestfjarðavegi hallar niður af Klettshálsi til Skálmarfjarðar liggur vegslóði niður í Kvígindisfjörð en þar lauk heilsársbyggð árið 1965. Á landakortum er Kvígindisfjörður skráður sem eyðijörð. Þar hefur engu að síður verið líf og fjör. Á jörðinni hafa fimm ný hús rísið á undanförnum árum og utar í firðinum, á jörðinni Kirkjubóli, eru tvo ný hús risin og það þriðja í smíðum. Allt eru þetta frístundahús sem einkum eru notuð á sumrin af afkomendum þeirra sem síðast bjuggu hér.

Bræðurnir Sæmundur, Einar, Gunnar og Jóhannes Guðmundssynir í viðtali við fulltrúa Stöðvar 2 á veröndinni í Kvígindisfirði í sumar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru hér fædd og uppalin, og bræðurnir sem við ræddum við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir héðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum. 

Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði, bæði fyrr og nú.

Báturinn Svanur er 100 ára gamall og var notaður í frægri bíómynd. Nánar verður sagt frá honum í þættinum "Um land allt".Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×