Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun