Erlent

Fyrsta konan til að taka við starfi yfirmanns Lundúnalögreglunnar

atli ísleifsson skrifar
Cressida Dick hefur á síðustu árum gegnt yfirmannsstöðu í breska utanríkisráðuneytinu.
Cressida Dick hefur á síðustu árum gegnt yfirmannsstöðu í breska utanríkisráðuneytinu. Vísir/AFP
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúnaborgar, hefur skipað Cressida Dick sem nýjan yfirmann Lundúnalögreglunnar (e. Metropolitan Police Commissioner).

Dick er fyrsta konan til að gegna embættinu, en hún hefur að undanförnu gegnt yfirmannsstöðu í breska utanríkisráðuneytinu. Þar áður stýrði hún baráttu breskra yfirvalda gegn hryðjuverkastarfsemi.

Hin 57 ára Dick tekur við stöðunni af Sir Bernard Hogan-Howe sem hefur stýrt Lundúnalögreglunni frá árinu 2011.

Hann greindi frá því á síðasta ári að hann hugðist láta af embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×