Erlent

Fyrsta keppnin án alls tóbaks

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bannað verður að taka í vörina á mótinu Norway Cup.
Bannað verður að taka í vörina á mótinu Norway Cup. VÍSIR/GVA
Knattspyrnumótið Norway Cup verður fyrsta mótið í heiminum sem verður alveg tóbakslaust. Áhorfendum leyfist sem sagt hvorki að reykja né nota munntóbak á meðan þeir fylgjast með keppninni, að því er kemur fram á vef norska dagblaðsins Aftenposten.

Tilgangurinn er sagður vera meðal annars sá að leggja áherslu á réttindi barna og ungmenna til þess að vera í tóbakslausu umhverfi og koma í veg fyrir mögulegan þrýsting á þau að byrja að nota tóbak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×