Innlent

Fyrsta íslenska kvenmannsnafnið sem fylgir veikri karlkynsbeygingu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vinstra megin má sjá túlkun Louis Huard á því er Skaði velur sér eiginmann með hinum fleygu orðum "fátt er ljótt með Baldri“. Tær tilheyrðu hins vegar Nirði en til hægri má sjá Skaða og Njörð saman í túlkun Wilhelms Wagner.
Vinstra megin má sjá túlkun Louis Huard á því er Skaði velur sér eiginmann með hinum fleygu orðum "fátt er ljótt með Baldri“. Tær tilheyrðu hins vegar Nirði en til hægri má sjá Skaða og Njörð saman í túlkun Wilhelms Wagner. wikimedia commons/louis huard/Wilhelm Wägner
Skömmu fyrir jól var fyrsta íslenska kvenmansnafnið, sem fylgir veikri karlkynsbeygingu, tekið fært á mannanafnaskrá. Nafnið sem um ræðir er Skaði.

Í úrskurðinum segir að nafnið komi fyrir í fornu máli sem heiti á gyðju af jötnaættum. Algengt er að nöfn gyðja úr norrænu goðafræðinu séu notuð sem kvenmannseiginnöfn og nægir þar að nefna nöfn á borð við Iðunni, Freyju, Sif og Frigg. Nafnið breytist á svipaðan hátt og orðið hani. Dæmi eru um að karlmannsnöfn, til að mynda Sturla og Skúta, fylgi öðru málfræðilegu kyni í beygingu.

Sex aðrir úrskurðir voru birtir í dag. Fallist var á karlmannsnöfnin Anor og Alan og sömu sögu er að segja af nöfnunum Bría, Aldey og Sissa. Þá var fallist á bón konu um að hún gæti tekið upp föðurkenninguna Alexdóttir en faðir hennar heitir Aleksej.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×