Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2015 19:45 Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hótelbyggingum kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi sem rísa mun fyrir framan Hörpu. Forstjóri fyrirtækisins segist sjá mikla möguleika í hóteli á þessum stað í hjarta borgarinnar. Sárið í miðborgarlandinu við Hörpu hefur blasað við frá því fyrir hrun efnahagslífsins eins og áminning um það hrun sem varð í efnahagslífinu haustið 2008. En nú stefna menn að því að verða búnir að byggja 250 herbergja hótel í holunni stóru árið 2018. Lengi hefur verið leitað að fjárfesti sem tilbúinn væri að koma að byggingu hótelsins en nú er sú leit á enda. Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company sem m.a. hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum ætlar að byggja hótelið með aðkomu fleiri fjárfesta. En Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyritækinu. Hótelið í Reykjavík verður það fyrsta sem fyrirtækið byggir utan Bandaríkjanna og það er nú á lokametrunum að semja við alþjóðlega hótelkeðju til að reka það. „Við erum mjög sannfærðir hvað þetta verkefni varðar. Innan nokkurra vikna munum við tilkynna hver mun reka hótelið. Þar verður á ferðinni hótelfyrirtæki á heimsmælikvarða með starfsemi um allan heim, og forráðamenn þess eru mjög spenntir fyrir verkefninu eins og við,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri Carpenters and Company. En meðal samstarfsaðila fyrirtækisins eru hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, ásamt Friedman.Vísir/ValliFramkvæmdir hefjast í haust og segir Friedman að það muni taka 18 mánuði til tvö ár að ljúka verkefninu. „Það er hér sem hafið, höfnin og miðborgin mætast, í þessari frábæru byggingu sem við erum í núna (Hörpu). Þetta er algerlega lóð á heimsmælikvarða og hér munum við byggja hótel á heimsmælikvarða,“ segir Friedman. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hótelið skapa nýja vídd í ferðaþjónustuna og styrkja bæði Hörpu og miðborgina. Borgin leggi áherslu á að allir þeir sem eiga eftir að byggja á svæðinu milli Hörpu og Hafnarstrætis klári um svipað leyti. „Ég vona að þetta muni ekki dragast í meira en svona fimm til sjö ár að allir reitirnir verði fulluppbyggðir. En það þætti nú góður og hraður framgangur á svona stóru og flóknu svæði,“ segir Dagur. Arionbanki hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að byggingu hótelsins og er einn fjárfestanna og segir bankastjórinn unnið að því að fá fleiri fjárfesta að verkefninu. „Og við vorum þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að fá alþjóðlega aðila sem hefðu reynslu af svona verkefni. Ég held að það hafi tekist frábærlega vel með því að fá þessa aðila frá Bandaríkjunum, Carpenter og Company,“ segir Höskur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. En hann vill hins vegar ekki upplýsa um heildarfjárfestinguna, né hvernig hún skiptist milli bankans og annarra aðila að svo stöddu máli. Tengdar fréttir Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í hótelbyggingum kemur að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótelsins á Íslandi sem rísa mun fyrir framan Hörpu. Forstjóri fyrirtækisins segist sjá mikla möguleika í hóteli á þessum stað í hjarta borgarinnar. Sárið í miðborgarlandinu við Hörpu hefur blasað við frá því fyrir hrun efnahagslífsins eins og áminning um það hrun sem varð í efnahagslífinu haustið 2008. En nú stefna menn að því að verða búnir að byggja 250 herbergja hótel í holunni stóru árið 2018. Lengi hefur verið leitað að fjárfesti sem tilbúinn væri að koma að byggingu hótelsins en nú er sú leit á enda. Bandaríska fyrirtækið Carpenter and Company sem m.a. hefur komið að byggingu tuttugu og tveggja hótela í Bandaríkjunum ætlar að byggja hótelið með aðkomu fleiri fjárfesta. En Eggert Dagbjartsson, sem búið hefur í Bandaríkjunum frá árinu 1976, er minnihlutaeigandi í fyritækinu. Hótelið í Reykjavík verður það fyrsta sem fyrirtækið byggir utan Bandaríkjanna og það er nú á lokametrunum að semja við alþjóðlega hótelkeðju til að reka það. „Við erum mjög sannfærðir hvað þetta verkefni varðar. Innan nokkurra vikna munum við tilkynna hver mun reka hótelið. Þar verður á ferðinni hótelfyrirtæki á heimsmælikvarða með starfsemi um allan heim, og forráðamenn þess eru mjög spenntir fyrir verkefninu eins og við,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri Carpenters and Company. En meðal samstarfsaðila fyrirtækisins eru hótelkeðjurnar St. Regis, Four Seasons, Marriott, Hyatt og Starwood.Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, ásamt Friedman.Vísir/ValliFramkvæmdir hefjast í haust og segir Friedman að það muni taka 18 mánuði til tvö ár að ljúka verkefninu. „Það er hér sem hafið, höfnin og miðborgin mætast, í þessari frábæru byggingu sem við erum í núna (Hörpu). Þetta er algerlega lóð á heimsmælikvarða og hér munum við byggja hótel á heimsmælikvarða,“ segir Friedman. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hótelið skapa nýja vídd í ferðaþjónustuna og styrkja bæði Hörpu og miðborgina. Borgin leggi áherslu á að allir þeir sem eiga eftir að byggja á svæðinu milli Hörpu og Hafnarstrætis klári um svipað leyti. „Ég vona að þetta muni ekki dragast í meira en svona fimm til sjö ár að allir reitirnir verði fulluppbyggðir. En það þætti nú góður og hraður framgangur á svona stóru og flóknu svæði,“ segir Dagur. Arionbanki hefur undanfarin tvö ár unnið að því að fá fjárfesta að byggingu hótelsins og er einn fjárfestanna og segir bankastjórinn unnið að því að fá fleiri fjárfesta að verkefninu. „Og við vorum þeirrar skoðunar að það skipti miklu máli að fá alþjóðlega aðila sem hefðu reynslu af svona verkefni. Ég held að það hafi tekist frábærlega vel með því að fá þessa aðila frá Bandaríkjunum, Carpenter og Company,“ segir Höskur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. En hann vill hins vegar ekki upplýsa um heildarfjárfestinguna, né hvernig hún skiptist milli bankans og annarra aðila að svo stöddu máli.
Tengdar fréttir Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Framkvæmdir við fimm stjörnu hótel við Hörpu hefjast í haust 250 herbergja fimm stjörnu hótel með veislusölum og veitingastöðum mun opna vorið 2018. 14. apríl 2015 17:04