Fyrst það má skjóta ísbirni Kári Stefánsson skrifar 25. júlí 2016 08:54 Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum erfitt að átta sig á því hvers vegna undur og stórmerki gerast. Það er líka oftast ómögulegt að skilja eðli og afleiðingar undranna og stórmerkjanna nema maður fái svar við hvers vegna spurningunni. Til dæmis er erfitt að skilja þau undur og stórmerki að mönnum detti í hug að reisa 30.000 fermetra sjúkrahús í Mosfellsbæ til þess að þjónusta útlendinga án þess að vita hvers vegna: Ekki er það vegna þess að það sé til staðar á Íslandi sérþekking eða óvanaleg geta á því sviði sem sjúkrahúsinu er ætlað að starfa á vegna þess að forsvarsmenn þess eru búnir að segja okkur að allt slíkt muni koma að utan. Ekki er það vegna þess að Ísland sé staðsett nálægt þeim sjúklingum sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Það yrði að fljúga með þá til og frá landinu. Það sem meira er þá yrði að öllum líkindum að gera slíkt hið sama við sérfræðingana sem eiga að bera uppi læknisfræðina á staðnum. Það er hins vegar athyglisvert að meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum. Það kæmi mér því ekki á óvart að þeir vildu reisa sjúkrahús á Íslandi vegna þess að þeir hefðu náð sér í ástæður til þess að ætla að hér á landi þyrftu menn ekki að uppfylla eins stíf skilyrði til þess að fá að reka sjúkrahús eins og annars staðar í Evrópu; þeir kæmust upp með meira hér en annars staðar. Það ber líka að hafa í huga að þótt okkur sé sagt að sjúkrahúsinu sé fyrst og fremst ætlað að þjóna útlendingum þá hefur læknisfræðitúrismi reynst erfiður bissness og því ekki bara líklegt heldur meira en víst að það færi hægt og hægt að draga til sín fé frá heilbrigðiskerfi íslensks almennings og leggja af mörkum til þess að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu sem við erum flest sammála um að sé með öllu óþolandi. Það sem alvarlegast er þó við hugmyndina um útlendingaspítalann er að honum er ætlað að ráða þúsund manns til starfa á sama tíma og okkur reynist erfitt að manna þær heilbrigðisstofnanir sem þjónusta landsmenn. Útlendingaspítalinn myndi því rústa því sem eftir er af íslensku heilbrigðiskerfi og gera endurreisn þess margfalt erfiðari en ella. Lífi og limum landsmanna steðjar því hætta af Brugada og hugmyndum hans um það hvernig hann geti gert sér fé úr heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ég veit fyrir víst að heilbrigðismálaráðherra er mjög mótfallinn hugmyndinni um útlendingaspítalann þótt einhver hafi náð mynd af honum með höfundum hennar og hvet hann til þess að sýna leiftrandi festu við að koma í veg fyrir að henni verði hrint í framkvæmd. Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun