Erlent

Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Plouffe var gestur í þættinum Meet the Press á NBC.
Plouffe var gestur í þættinum Meet the Press á NBC. Vísir/Getty
David Plouffe, fyrrum ráðgjafi og kosningastjóri Obama bandaríkjaforseta, telur Donald Trump vera siðblindann. Hann segir forsetaefni repúblikana mæta læknisfræðilegri skilgreiningu persónuleikaröskunarinnar. Reuters greinir frá.

„Í rauninni er siðblindingi í forsetaframboði, hann mætir læknisfræðilegu skilgreiningunni,“ sagði Plouffe í viðtali í þættinum Meet the Press á NBC.

Plouffe viðurkenndi að hann hefði enga gráðu í sálfræði en taldi upp það sem hann sagði vera nokkur af einkennum Trump: „gífurlegt ofmat á eigin verðleikum, sjúklegar lygar, skortur á samkennd og skortur á iðrun.“ 

Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump og sagt að „einhver sem setur fram slíkar yfirlýsingar hefur ekki dómgreind, skapgerð eða skilninginn til að sinna valdamesta embætti í heimi.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×