Fyrirtæki eiga að skila arði Frosti Ólafsson skrifar 16. mars 2016 09:00 Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að efnahagsumræða sé oft á tíðum flókin er grundvallarstarfsemi hagkerfa harla einföld. Vinnuafl og fjármagn skapa vörur og þjónustu sem ganga kaupum og sölum á markaði. Fyrir vinnuframlag greiðast laun og fyrir fjárfestingar greiðist arður. Hluta virðisaukans sem verður til á almennum markaði er síðan ráðstafað til samneyslu í gegnum skattkerfið. Á þessum megingrunni byggja öll vestræn hagkerfi. Umræða síðustu vikna bendir til að ýmsir telji rétt að Íslendingar víki frá þessu fyrirkomulagi og hætti að veita eðlilegt endurgjald fyrir fjármagn. Þannig mættu nýlegar arðgreiðslur skráðra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði mikilli gagnrýni frá neytendum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og jafnvel fulltrúum þeirra samtaka sem standa að rekstri lífeyrissjóða landsins. Málefnaleg gagnrýni og sterkt neytendaaðhald eru heilbrigð einkenni markaða. Sú umræða sem fylgdi áðurnefndum arðgreiðslum fellur því miður ekki í þá flokka.Skipting kökunnarTil að unnt sé að skapa verðmæti þarf bæði fjármagn og vinnuafl. Á Íslandi hefur sparnaðar- og fjárfestingarstig verið lágt samanborið við Norðurlöndin þrátt fyrir að hlutfall skyldusparnaðar sé hæst hérlendis. Hvata til fjárfestinga virðist því skorta. Á sama tíma hafa launagreiðslur sem hlutfall af heildarvirðisauka verið háar í alþjóðlegum samanburði. Íslenska þjóðarkakan skiptist því fremur launþegum en fjárfestum í hag. Til lengri tíma getur lágt fjárfestingastig reynst dragbítur á framleiðni og því ástæða til að efla umhverfi til fjárfestinga frekar en að gera það fjandsamlegra.Eðli fjármagnsmarkaðaFjárfestar geta valið um ólíkar leiðir þegar kemur að ávöxtun fjármagns. Innstæður á bankareikningum og skuldabréf skila öruggri en hlutfallslega lágri ávöxtun. Fjárfesting í þessum eignum skilar sér til baka með greiðslu vaxta. Fjárfestingar í hlutabréfum fyrirtækja eru áhættusamari valkostur og skila sér til baka í gegnum arðgreiðslur. Þær eru jafnframt mikilvægustu fjárfestingarnar þegar kemur að verðmætasköpun. Fjármögnun samneyslu og greiðsla launa á sér ekki stað nema með arðbærum fyrirtækjum og án þeirra væri grundvöllur efnahagskerfisins numinn á brott. Þetta vita stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fulltrúar þeirra samtaka sem eiga aðkomu að rekstri lífeyrissjóða landsins. Það er eðlileg krafa að umræddir aðilar fjalli um arðgreiðslur með framangreindar staðreyndir í huga.Hverra hagsmuna er verið að gæta?Lífeyrissjóðirnir eru langstærstu fjárfestar landsins og ávöxtun þeirra skiptir sköpum fyrir afkomu Íslendinga. Þá eru hlutabréf í skráðum félögum meðal bestu fjárfestingakosta sjóðanna, enda vænt langtímaarðsemi tiltölulega há og upplýsingaskylda umræddra fyrirtækja mikil. Það skýtur því skökku við þegar lífeyrissjóðir og aðstandendur þeirra standa í vegi fyrir arðgreiðslum skráðra fyrirtækja í þeirra eigu. Með því er samhliða dregið úr væntri ávöxtun umræddra fyrirtækja og almennum hvata fyrirtækja til að skrá hlutabréf sín á skipulagðan verðbréfamarkað. Hvort tveggja skapar tjón fyrir hagkerfið og vegur að hagsmunum sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.Upplýst umræða er öllum í hagTæknilegar afkomutilkynningar veita oft ófullnægjandi svör við spurningum neytenda og annarra hagsmunaðila. Gagnsæi og virk upplýsingamiðlun eru því mikilvægar forsendur trausts. Fyrirtæki landsins þurfa í auknum mæli að laga sig að kröfu um slíka hegðun, einkum stórfyrirtæki á neytendamarkaði. Á sama tíma er óásættanlegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og aðstandendur lífeyrissjóða fjalli um arðgreiðslur með jafn óábyrgum hætti og raun ber vitni. Heilbrigð fyrirtæki eiga að skila ásættanlegum langtímaarði. Öðruvísi verður ekki staðið undir þeim lífskjörum sem Íslendingar vilja búa við.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun