Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp brjann@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugson. Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur. Kosningar 2013 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur.
Kosningar 2013 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira