Erlent

Funda áfram um kjarnorkuáætluna Írana

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
VÍSIR/EPA
Þrátt fyrir að hafa fundað í sautján daga gátu utanríkisráðherrar stórveldanna og Írana ekki komist að samkomulagi um kjarnorkuáætlun Íran í gær.

Lokafrestur rann út á miðnætti í nótt. Engu að síður ætla ráðherrarnir að halda fundarhöldum áfram í dag.

Utanríkisráðherra Írans er sannfærður um að drög að rammasakomulagi verði kláruð í dag en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, var vongóður eftir fundinn í gær.

Ekki eru allir bjartsýnir en háttsettir fulltrúar Bandaríkjamanna á fundinum segja langt í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×