Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Sveinn Arnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Ljóst er að frekari virkjunarframkvæmda er þörf ef allir aðilar í Helguvík eiga að fá næga raforku til framleiðslu sinnar. vísir/gva Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember. Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember.
Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira