Fulltrúar Bjartrar framtíðar hljóma eins og af annarri plánetu 23. febrúar 2013 15:47 Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti í dag framboðsræðu sína til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna rifjaði upp sín fyrstu kynni af Landsfundinum, skaut föstum skotum á pólitíska andstæðinga sína og benti á hvernig forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Byrjið á að fara með mér örfá ár aftur í tímann. Ég er 25 ára, sit í næstum jafn gömlum Fiat með kærastanum sem segir mér uppnuminn frá deginum sínum. Árið er 1991 og mánuðurinn er mars. Hann hefur eytt síðustu dögum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að þátttaka hans á fundinum hafi ekki aðeins breytt lífi okkar tveggja - heldur framtíð allra Íslendinga. Það eru sjálfsagt einhverjir hér sem muna eftir þeim fundi – eigum við að fá þá til að rétt upp hönd?" Hanna Birna rifjaði upp að landsfundarmappa Vilhjálms, eigimanns hennar, hefði einhverra hluta vegna verið í fangi sínu. „Ég horfði á yfirskriftina ,,Frelsi og mannúð" – og hlustaði á verðandi eiginmann minn – rjóðan í kinnum og alsælan á svipinn. Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund? Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði. Ég sannfærðist hins vegar algjörlega um töfra þessarar samkomu þegar ég sat minn fyrsta landsfund fimm árum síðar - árið 1996," sagði Hanna Birna og sneri sér að stöðu flokks síns í dag.Mynd/Valli„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um allt land tóku þátt í að stilla upp framboðslistum flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 20.000 manns – hugleiðið það - rúmlega helmingi fleiri en ALLIR þeir sem þátt tóku í að stilla upp framboðslistum fyrir ALLA aðra stjórnmálaflokka. Rúmlega helmingi fleiri en samtals fyrir alla aðra flokka! Samt leyfa þeir stjórnmálaflokkar sér að segjast sérstakir boðberar lýðræðisins. Þetta verður aldrei – aldrei sannfærandi á sama tíma og forystumenn eins og Steingrímur J. Sigfússon fá innan við 200 atkvæði í prófkjöri í 40.000 manna kjördæmi! Og það er heldur ekki sannfærandi á meðan forystumaður nýjasta „lýðræðisflokksins, Bjartrar Framtíðar, lét handvelja sjálfan sig á fámennum sellufundi þar sem saman sátu örfáir - en gamansamir - kunningjar hans og vinir. Ég veit ekki hvort margir mættu þangað í Star Wars búningum – en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu."Mynd/ValliHanna Birna sagði við fundargesti alveg skýrt að forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Í fyrsta lagi með því að hætta endalausum skattahækkunum sem ganga svo nærri almenningi að hann sér vart vonarglætu – en hefja þess í stað skattalækkanir með markvissri áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi með því að horfast í augu við þá staðreynd sem við öllum blasir að skuldastaða heimilanna er ekki viðunandi og of margar fjölskyldar geta ekki meira. Hér á þessum fundi liggja fyrir tillögur sem koma með sanngjörnum og raunhæfum hætti til móts við skuldsett heimili og geta skapað sátt um þetta mikilvæga mál. Í þriðja lagi með því að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífs, með afnámi gjaldseyrishafta, einkaframtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfestingar, nýsköpun og því að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu. Umfram allt snýst þetta þó um það að við höfum ekki gefist upp á Íslandi. Við höfum ekki – og munum aldrei – gefast upp á því að skapa hér framtíð og möguleika fyrir ungt fólk." Ræðu Hönnu Birnu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan (.docx). Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti í dag framboðsræðu sína til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna rifjaði upp sín fyrstu kynni af Landsfundinum, skaut föstum skotum á pólitíska andstæðinga sína og benti á hvernig forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Byrjið á að fara með mér örfá ár aftur í tímann. Ég er 25 ára, sit í næstum jafn gömlum Fiat með kærastanum sem segir mér uppnuminn frá deginum sínum. Árið er 1991 og mánuðurinn er mars. Hann hefur eytt síðustu dögum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að þátttaka hans á fundinum hafi ekki aðeins breytt lífi okkar tveggja - heldur framtíð allra Íslendinga. Það eru sjálfsagt einhverjir hér sem muna eftir þeim fundi – eigum við að fá þá til að rétt upp hönd?" Hanna Birna rifjaði upp að landsfundarmappa Vilhjálms, eigimanns hennar, hefði einhverra hluta vegna verið í fangi sínu. „Ég horfði á yfirskriftina ,,Frelsi og mannúð" – og hlustaði á verðandi eiginmann minn – rjóðan í kinnum og alsælan á svipinn. Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund? Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði. Ég sannfærðist hins vegar algjörlega um töfra þessarar samkomu þegar ég sat minn fyrsta landsfund fimm árum síðar - árið 1996," sagði Hanna Birna og sneri sér að stöðu flokks síns í dag.Mynd/Valli„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um allt land tóku þátt í að stilla upp framboðslistum flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 20.000 manns – hugleiðið það - rúmlega helmingi fleiri en ALLIR þeir sem þátt tóku í að stilla upp framboðslistum fyrir ALLA aðra stjórnmálaflokka. Rúmlega helmingi fleiri en samtals fyrir alla aðra flokka! Samt leyfa þeir stjórnmálaflokkar sér að segjast sérstakir boðberar lýðræðisins. Þetta verður aldrei – aldrei sannfærandi á sama tíma og forystumenn eins og Steingrímur J. Sigfússon fá innan við 200 atkvæði í prófkjöri í 40.000 manna kjördæmi! Og það er heldur ekki sannfærandi á meðan forystumaður nýjasta „lýðræðisflokksins, Bjartrar Framtíðar, lét handvelja sjálfan sig á fámennum sellufundi þar sem saman sátu örfáir - en gamansamir - kunningjar hans og vinir. Ég veit ekki hvort margir mættu þangað í Star Wars búningum – en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu."Mynd/ValliHanna Birna sagði við fundargesti alveg skýrt að forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Í fyrsta lagi með því að hætta endalausum skattahækkunum sem ganga svo nærri almenningi að hann sér vart vonarglætu – en hefja þess í stað skattalækkanir með markvissri áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi með því að horfast í augu við þá staðreynd sem við öllum blasir að skuldastaða heimilanna er ekki viðunandi og of margar fjölskyldar geta ekki meira. Hér á þessum fundi liggja fyrir tillögur sem koma með sanngjörnum og raunhæfum hætti til móts við skuldsett heimili og geta skapað sátt um þetta mikilvæga mál. Í þriðja lagi með því að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífs, með afnámi gjaldseyrishafta, einkaframtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfestingar, nýsköpun og því að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu. Umfram allt snýst þetta þó um það að við höfum ekki gefist upp á Íslandi. Við höfum ekki – og munum aldrei – gefast upp á því að skapa hér framtíð og möguleika fyrir ungt fólk." Ræðu Hönnu Birnu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan (.docx).
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira