Enski boltinn

Fulham notaði víkingaklappið til að kynna Ragnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar kátur í búningi Fulham.
Ragnar kátur í búningi Fulham. mynd/twittersíða fulham
Ragnar Sigurðsson var í gær kynntur sem nýr leikmaður enska B-deildarliðsins Fulham en þangað kom hann frá Krasnodar í Rússlandi.

Sjá einnig: Ragnar: Lækka verulega í launum

Íslenska landsliðið sló í gegn á EM í sumar þar sem Ragar var í stóru hlutverki. Ragnar skoraði annað marka Íslands í 2-1 sigrinum á Englandi og átti stórleik í vörninni þar fyrir utan.

Víkingaklappið varð heimsfrægt á meðan keppninni stóð og hefur lifað góðu lífi síðan. Jón Daði Böðvarsson hefur til að mynda verið minntur reglulega á það síðan hann gekk til liðs við Wolves í sumar.

Forráðamenn Fulham notuðu víkingaklappið til að kynna Ragnar til sögunnar á Twitter-síðu sinni í gær líkt og sjá má hér fyrir neðan. Þó svo að flestir hafi nú verið ánægðir með tilkomu Ragnars voru ekki allir sáttir við útfærslu Fulham-manna á víkingaklappinu.

''



Fleiri fréttir

Sjá meira


×