Frumvarp um náttúrupassa lagt fram innan skamms Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“ Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Iðnaðarráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum sem gæti verið tekinn í notkun sumarið 2015. Nú þegar hafa landeigendur nokkurra vinsælla ferðamannastaða ákveðið að hefja gjaldtöku í sumar.Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að landeigendur í Reykjahlíð hefðu tekið ákvörðun um að innheimta gjald af ferðamönnum sem heimsækja Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Gjaldtaka fyrir að skoða Dettifoss verður 800 krónur. Um 100 þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á síðasta ári og því gætu tekjurnar numið frá 80 til 100 milljónum króna á ári hverju. Nú þegar hafa landeigendur við Gullfoss og Geysi tilkynnt gjaldtöku og sömu sögu er að segja af Kerinu í Grímsnesi og Silfru á Þingvöllum.Náttúrupassinn á lokametrunumRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði kosið að landeigendur hefðu beðið eftir náttúrupassanum. „Ég er að sjálfsögðu hlynntari því að menn hinkri og sjái niðurstöðuna hjá okkur í vinnunni með náttúrupassann sem er núna á lokametrum. Ég vona að ég nái að kynna þær tillögur sem við munum leggja fram öðru hvoru megin við mánaðamótin. Nýjustu áformin eru að hefja gjaldtöku í júní í sumar þannig að ég vona að við náum saman um þetta mál áður en til þeirrar gjaldtöku kemur,“ segir Ragnheiður Elín.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar sagði í samtali við Fréttablaðið að tiltrú til náttúrupassans væri lítil. Fátt bendi til þess að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. Ólafur sagðist vilja fá arðinn heim í hérað.Finnst þér eðlilegt að landeigendur gerði sér arð af náttúruperlum landsins? „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það vegna þess að landeigendur verða fyrir ýmsum kostnaði,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég sé ekkert athugavert við það að menn fái sanngjarnan arð af þeirri fjárfestingu sem liggur í landinu.“
Tengdar fréttir Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00