Friðlýsing minksins Ófeigur Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2013 00:01 Rétt fyrir kosningar lufsaðist gamla ríkisstjórnin til þess að samþykkja endurskoðun laga um dýravelferð, þar er sú byltingarklausa að dýr séu skyni gæddar verur en ekki skynlausar skepnur. Ekki má lengur gelda grísi deyfingarlaust og klippa af þeim halann og rífa úr þeim tennurnar. Ha?… Nú geta þeir sem ekki vilja borða verksmiðjuframleidd dýr valið vistvænan landbúnað, en þó er það nú svo að það sem heitir á Íslandi vistvæn framleiðsla á til dæmis svínakjöti þýðir að svínin sjá aldrei sólina og koma aldrei út undir bert loft áður en þeim er slátrað í gasklefa; þetta kjöt er hægt að nálgast eftir krókaleiðum og er rándýrt; hin svokölluðu vistvænu svín éta meira af efnablönduðu korni en minna af efnablönduðum sláturhúsaúrgangi frá minkabúum og makrílbræðslum og svínabúum, en hrein svínafita þykir fyrsta flokks svínafóður bæði hér og í Danmörku. Vistvænu svínin enda í gasklefanum eins og hver önnur svín í verksmiðjubúunum.Vandamál í mannheimi Hvernig eigi að aflífa hefur lengi verið vandamál í mannheimi. Er það hnífurinn, helgríman, rafmagnið eða gasið? Hvað er mannúðlegast? Á minkabúum leysir svokallaður dauðakassi þetta vandamál, það er þéttur kassi með slöngu sem tengd er við dráttarvélarmótor, dýrin eru tekin úr ævilangri inniveru sinni í níðþröngum vírgrindarbúrum og hrúgað ofan í þennan dauðakassa og kæfð með útblæstri vélarinnar. Þetta heitir umhverfisvæn búgrein. Svo eru dýrin fláð, skinnin fara á markað og knýja hjól atvinnulífsins og húðlausu hræjunum er ekið á vistvænu svínabúin og knýja sjálft lífið áfram. Frá og með næstu áramótum verður bannað að drekkja öllum dýrum nema minkinum, Alþingi gat ekki annað en samþykkt að löglegt væri að drekkja minkum enda myndu annars margir ríkisstarfsmenn missa vinnuna sína við að drekkja þeim. Íslendingar líta svo á að öll dýr séu skyni bornar verur nú til dags nema minkurinn, hann er alltaf réttdræpur með hvaða aðferðum sem er, því hann slapp úr útrýmingarbúðunum og er aðskotadýr í íslenskri náttúru og honum ber að gereyða. Nú er ætlun að reisa stærsta minkabú landsins í hinum frjóa bæ Þorlákshöfn þar sem í kjölfar fréttar um hámarksverðs á minkaskinnum var farið í ákafa hugmyndavinnu. En hvert liggur leið af toppnum nema niður á við í endalausri fjallgöngu markaðarins? Hefði ekki verið gáfulegra að byggja Helvíti í Þorlákshöfn fyrir minkana þegar markaðsverðið var í sögulegu lágmarki svo leiðin lægi að minnsta kosti eitthvað upp á við þegar loðdýrabændur, sem eru í raun engir bændur, heldur böðlar, þegar loðdýraböðlarnir fara að troða gyðingunum í dauðakassann?Á réttri leið? Á meðan Vestur-Evrópuþjóðir banna loðdýrarækt með lögum vegna siðleysis greinarinnar gera íslensk stjórnvöld sér vonir um að Kínverjar komi hingað til þess að kenna okkur að kvelja dýr í áður óþekktu magni. Erum við á réttri leið hérna? Minkurinn er svo sannarlega skyni fædd og skyni gædd skepna, ekkert dýr hefur aðlagast íslenskri náttúru jafnvel og minkurinn, hann er fæddur fyrir Ísland, í raun ætti minkurinn að verða táknmynd Íslands sem tækifærissinnaður vargur. Sosum ekki ólíkur fálkanum í eðli sínu. Ef það er of stórt skref inn í nútímann mætti gera refinn að táknmynd Íslands á okkar þjóðmenningarlegu tímum, rebbi er fyrsti landneminn með spena. Þeir sem lifa á spena Ríkisins ættu að vera ánægðir með það. Að mínum dómi ætti að friða minkinn og refinn og bjóða minkamorðingjum og refamorðingjum Ríkisins listamannalaun til þess að miðla reynslu sinni með listrænum hætti til okkar hinna sem vitum lítið um grimmd þessara skaðvalda. Og ef minkurinn og refurinn drepa þá alla fugla landsins og éta öll lömbin og eyðileggja allt sem miður fer úti á landi, þá bara gera þeir það. Þann dag munu þeir verða uppiskroppa með fæðu og útrýmast af sjálfu sér og öllum verður að ósk sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar lufsaðist gamla ríkisstjórnin til þess að samþykkja endurskoðun laga um dýravelferð, þar er sú byltingarklausa að dýr séu skyni gæddar verur en ekki skynlausar skepnur. Ekki má lengur gelda grísi deyfingarlaust og klippa af þeim halann og rífa úr þeim tennurnar. Ha?… Nú geta þeir sem ekki vilja borða verksmiðjuframleidd dýr valið vistvænan landbúnað, en þó er það nú svo að það sem heitir á Íslandi vistvæn framleiðsla á til dæmis svínakjöti þýðir að svínin sjá aldrei sólina og koma aldrei út undir bert loft áður en þeim er slátrað í gasklefa; þetta kjöt er hægt að nálgast eftir krókaleiðum og er rándýrt; hin svokölluðu vistvænu svín éta meira af efnablönduðu korni en minna af efnablönduðum sláturhúsaúrgangi frá minkabúum og makrílbræðslum og svínabúum, en hrein svínafita þykir fyrsta flokks svínafóður bæði hér og í Danmörku. Vistvænu svínin enda í gasklefanum eins og hver önnur svín í verksmiðjubúunum.Vandamál í mannheimi Hvernig eigi að aflífa hefur lengi verið vandamál í mannheimi. Er það hnífurinn, helgríman, rafmagnið eða gasið? Hvað er mannúðlegast? Á minkabúum leysir svokallaður dauðakassi þetta vandamál, það er þéttur kassi með slöngu sem tengd er við dráttarvélarmótor, dýrin eru tekin úr ævilangri inniveru sinni í níðþröngum vírgrindarbúrum og hrúgað ofan í þennan dauðakassa og kæfð með útblæstri vélarinnar. Þetta heitir umhverfisvæn búgrein. Svo eru dýrin fláð, skinnin fara á markað og knýja hjól atvinnulífsins og húðlausu hræjunum er ekið á vistvænu svínabúin og knýja sjálft lífið áfram. Frá og með næstu áramótum verður bannað að drekkja öllum dýrum nema minkinum, Alþingi gat ekki annað en samþykkt að löglegt væri að drekkja minkum enda myndu annars margir ríkisstarfsmenn missa vinnuna sína við að drekkja þeim. Íslendingar líta svo á að öll dýr séu skyni bornar verur nú til dags nema minkurinn, hann er alltaf réttdræpur með hvaða aðferðum sem er, því hann slapp úr útrýmingarbúðunum og er aðskotadýr í íslenskri náttúru og honum ber að gereyða. Nú er ætlun að reisa stærsta minkabú landsins í hinum frjóa bæ Þorlákshöfn þar sem í kjölfar fréttar um hámarksverðs á minkaskinnum var farið í ákafa hugmyndavinnu. En hvert liggur leið af toppnum nema niður á við í endalausri fjallgöngu markaðarins? Hefði ekki verið gáfulegra að byggja Helvíti í Þorlákshöfn fyrir minkana þegar markaðsverðið var í sögulegu lágmarki svo leiðin lægi að minnsta kosti eitthvað upp á við þegar loðdýrabændur, sem eru í raun engir bændur, heldur böðlar, þegar loðdýraböðlarnir fara að troða gyðingunum í dauðakassann?Á réttri leið? Á meðan Vestur-Evrópuþjóðir banna loðdýrarækt með lögum vegna siðleysis greinarinnar gera íslensk stjórnvöld sér vonir um að Kínverjar komi hingað til þess að kenna okkur að kvelja dýr í áður óþekktu magni. Erum við á réttri leið hérna? Minkurinn er svo sannarlega skyni fædd og skyni gædd skepna, ekkert dýr hefur aðlagast íslenskri náttúru jafnvel og minkurinn, hann er fæddur fyrir Ísland, í raun ætti minkurinn að verða táknmynd Íslands sem tækifærissinnaður vargur. Sosum ekki ólíkur fálkanum í eðli sínu. Ef það er of stórt skref inn í nútímann mætti gera refinn að táknmynd Íslands á okkar þjóðmenningarlegu tímum, rebbi er fyrsti landneminn með spena. Þeir sem lifa á spena Ríkisins ættu að vera ánægðir með það. Að mínum dómi ætti að friða minkinn og refinn og bjóða minkamorðingjum og refamorðingjum Ríkisins listamannalaun til þess að miðla reynslu sinni með listrænum hætti til okkar hinna sem vitum lítið um grimmd þessara skaðvalda. Og ef minkurinn og refurinn drepa þá alla fugla landsins og éta öll lömbin og eyðileggja allt sem miður fer úti á landi, þá bara gera þeir það. Þann dag munu þeir verða uppiskroppa með fæðu og útrýmast af sjálfu sér og öllum verður að ósk sinni.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun