Viðskipti innlent

Fríðindi starfsmanna SPKEF ekki gefin upp til skatts

Fríðindi sem starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur nutu voru ekki gefin upp til skatts. Meðal annars er þar um að ræða greiðslu sjóðsins fyrir tryggingar handa starfsmönnum og afnot sparisjóðsstjórans af fasteign sjóðsins á Akureyri. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að í skýrslu Price Waterhouse Coopers um sparisjóðinn, sem var gerð fyrir Fjármálaeftirlitið, kemur fram að Sparisjóðurinn í Keflavík afskrifaði ríflega sjö milljarða króna síðustu tvö árin fyrir fall hans og færði niður útlán fyrir ríflega 18 milljarða. Eigið fé sjóðsins minnkaði á þessum tíma um 50 milljarða króna.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef RÚV.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×