Fréttastjóri RÚV segir tillögu á þingi óhæfu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2013 07:00 Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gagnrýnir að stjórnmálaflokkar eigi að fá "frítt spil í dagskránni“. Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir harðlega tillögu á Alþingi um að veita framboðum í Alþingiskosningum ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi RÚV. „Ranghugmyndir íslenskra stjórnmálamanna um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi valda miklum vonbrigðum. Hvílík afturför væri það ef stjórnmálaflokkarnir tækju sér með lögum dagskrárvald í Ríkisútvarpinu," skrifaði Óðinn á Facebook-síðu sína eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í síðustu viku. Eins og kom fram í Fréttablaðinu leggur Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga til að Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda út kynningarefni framboða þeim að kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að leggja þeim til tæki og tæknivinnu, þó ekki alveg ókeypis heldur þannig að kostnaðurinn verði framboðunum ekki „þung byrði". Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu undir tillöguna, nema fulltrúi Framsóknarflokksins sem kvaðst í samtalið við Fréttablaðið ekki hafa náð að kynna sér innihaldið til hlítar áður en senda þurfti málið til allsherjarnefndar Alþingis þar sem það er nú til meðferðar. Þess má geta að í nefndinni sitja margir með starfsreynslu af fjölmiðlum. Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál en hann gerði með athugasemdum sínum á Facebook. „Halda þeir sem að þessu standa að það styrki lýðræðið í landinu að stjórnmálaflokkar verði hafnir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun fyrir kosningar – fái bara frítt spil í dagskránni?" spurði Óðinn sem kvaðst hafa komið fyrir nefndina en að andstaða hans við þessar hugmyndir birtist ekki nema að litlu leyti í álitinu sem nefndin skilaði Alþingi. „Vonandi breytir sjálf þingnefndin þessu ákvæði. Það er ekkert að því að setja almennar reglur um skyldur Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla í aðdraganda kosninga en þessar áðurnefndu hugmyndir eru óhæfa," sagði Óðinn. Ekki hefur náðst í Páll Magnússon útvarpsstjóra vegna þessa máls.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira