Fréttaskýring: Mengun sem verður að rannsaka 22. maí 2011 14:00 Hola blæs á Hellisheiði. Í gufunni er brennisteinsvetni í töluverðu magni. Gerðar eru tilraunir á vegum OR til að skilja gas frá gufu, blanda gasið fráfallsvatni og dæla því niður í jörðina. Þessi lausn gæti reynst umhverfisvænn og ódýr kostur. Mynd/GVA Árið 2006 hóf Orkuveita Reykjavíkur rekstur Hellisheiðarvirkjunar sem leiddi af sér aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er brennisteinsvetni og stafar fólki ógn af auknu magni þess í andrúmsloftinu? Töluverð umræða hefur verið um möguleikann á skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis í gufu frá jarðhitavirkjunum allt frá því að rekstur Hellisheiðarvirkjunar hófst í október 2006. Áberandi lykt, oft kölluð hveralykt, berst í meiri mæli yfir íbúabyggðir þegar vindur stendur af þeim tveim jarðhitavirkjunum sem standa næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en það eru austlægar og suðaustlægar áttir. En er það svo? Berst skaðlegt magn brennisteinsvetnis til íbúa frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum? KaliforníaÁ vef Umhverfisstofnunar er stuttlega fjallað um brennisteinsvetni í samhengi við íbúabyggð. Þar er tekið eftirfarandi dæmi: „Í Kaliforníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukkustundarmeðaltal, en rannsóknir sýna að við þann styrk skynji um 80 prósent almennings lyktina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðs febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1. september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett." Þar segir einnig um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu manna að í miklum styrk sé brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm fyrir því. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er um það bil 15 þúsund míkrógrömm í rúmmetra „en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst í Reykjavík". Það er sem sagt óumdeilt að gasið er skaðlegt heilsu manna í miklu magni en hitt liggur eftir órannsakað hvaða áhrif brennisteinsvetni hefur á heilsu manna í litlu magni yfir langt tímabil. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti reglugerð í fyrrasumar um takmarkanir á losun brennisteinsvetnis byggða á þeim rökum að óvissa ríki um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun og því taldi hún nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fengi notið vafans. Var talið nauðsynlegt að setja heilsuverndarmörkin við fimmtíu míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki til langtímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Hjartalyf og mengunRagnhildur G. Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, hefur rannsakað hvort samband er milli loftmengunarefna og afgreiðslu á hjartalyfjum í Reykjavík. Niðurstöðurnar birti hún í meistaraprófsritgerð sinni Loftmengun í Reykjavík og notkun lyfja við hjartaöng. Ragnhildur fann veikt samband milli styrks brennisteinsvetnis og úttekta á hjartalyfjum. Þetta samband fannst aðeins þegar skoðað var sólarhringsmeðaltal brennisteinsvetnis og úttektir á öllum æðavíkkandi lyfjum en ekki þegar skoðaðar voru sérstaklega úttektir á lyfjum við hjartaöng. „Þetta er fyrsta rannsóknin, hér á landi og erlendis, sem finnur samband milli loftmengunar og fjölda afgreiðslna á hjartalyfjum og því verður að álykta með varúð hvort um sé að ræða orsakasamband eða ekki milli loftmengunar og hjartasjúkdóma. Engu að síður benda niðurstöðurnar til að aukning í loftmengun auki fjölda afgreiðslna á lyfjum við hjartasjúkdómum og því er nauðsynlegt að skoða þetta samband frekar," segir Ragnhildur. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Árið 2006 hóf Orkuveita Reykjavíkur rekstur Hellisheiðarvirkjunar sem leiddi af sér aukinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu. En hvað er brennisteinsvetni og stafar fólki ógn af auknu magni þess í andrúmsloftinu? Töluverð umræða hefur verið um möguleikann á skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis í gufu frá jarðhitavirkjunum allt frá því að rekstur Hellisheiðarvirkjunar hófst í október 2006. Áberandi lykt, oft kölluð hveralykt, berst í meiri mæli yfir íbúabyggðir þegar vindur stendur af þeim tveim jarðhitavirkjunum sem standa næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en það eru austlægar og suðaustlægar áttir. En er það svo? Berst skaðlegt magn brennisteinsvetnis til íbúa frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum? KaliforníaÁ vef Umhverfisstofnunar er stuttlega fjallað um brennisteinsvetni í samhengi við íbúabyggð. Þar er tekið eftirfarandi dæmi: „Í Kaliforníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukkustundarmeðaltal, en rannsóknir sýna að við þann styrk skynji um 80 prósent almennings lyktina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðs febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1. september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett." Þar segir einnig um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu manna að í miklum styrk sé brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm fyrir því. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er um það bil 15 þúsund míkrógrömm í rúmmetra „en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst í Reykjavík". Það er sem sagt óumdeilt að gasið er skaðlegt heilsu manna í miklu magni en hitt liggur eftir órannsakað hvaða áhrif brennisteinsvetni hefur á heilsu manna í litlu magni yfir langt tímabil. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra setti reglugerð í fyrrasumar um takmarkanir á losun brennisteinsvetnis byggða á þeim rökum að óvissa ríki um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun og því taldi hún nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fengi notið vafans. Var talið nauðsynlegt að setja heilsuverndarmörkin við fimmtíu míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á 24 klukkustundum. Mörk Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru 150 míkrógrömm og eru sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki til langtímaáhrifa á heilsu fólks sem býr við þessa mengun að jafnaði. Hjartalyf og mengunRagnhildur G. Finnbjörnsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, hefur rannsakað hvort samband er milli loftmengunarefna og afgreiðslu á hjartalyfjum í Reykjavík. Niðurstöðurnar birti hún í meistaraprófsritgerð sinni Loftmengun í Reykjavík og notkun lyfja við hjartaöng. Ragnhildur fann veikt samband milli styrks brennisteinsvetnis og úttekta á hjartalyfjum. Þetta samband fannst aðeins þegar skoðað var sólarhringsmeðaltal brennisteinsvetnis og úttektir á öllum æðavíkkandi lyfjum en ekki þegar skoðaðar voru sérstaklega úttektir á lyfjum við hjartaöng. „Þetta er fyrsta rannsóknin, hér á landi og erlendis, sem finnur samband milli loftmengunar og fjölda afgreiðslna á hjartalyfjum og því verður að álykta með varúð hvort um sé að ræða orsakasamband eða ekki milli loftmengunar og hjartasjúkdóma. Engu að síður benda niðurstöðurnar til að aukning í loftmengun auki fjölda afgreiðslna á lyfjum við hjartasjúkdómum og því er nauðsynlegt að skoða þetta samband frekar," segir Ragnhildur.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira