Frestar nýjum Landspítala um 10-15 ár að byggja ekki við Hringbraut Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. júlí 2016 19:25 Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um 10 til 15 ár ef hann verður ekki byggður við Hringbraut. Þetta er niðurstaða athugunar Skipulagsstofnunar og Framkvæmdasýslu ríkisins sem heilbrigðisráðherra óskaði eftir. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, beindi þeirri fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum hvað það myndi fresta afhendingu nýs Landspítala um mörg ár ef hann yrði ekki byggður við Hringbraut. Ráðherra óskaði eftir formlegu svari frá Skipulagsstofnun og Framkvæmdasýslu ríkisins við þessari spurningu, að hans sögn til þess að ekki væri hægt að saka pólitíkus um að búa til einhvern tímafrest en fyrirspurninni verður svarað í næsta mánuði.Frestar afhendingu um 10 til 15 ár „Það að ákveða að byggja yfir þjóðarsjúkrahúsið annars staðar en ráðagerðir eru uppi um í dag, og er raunar hafið, það mun þýða frestun um töluvert langan tíma. Mörg ár,” segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Fimm ár? Tíu ár? „Ég get á þessu stigi ekki upplýst það. Í drögum af svari sem að ég hef séð, þá er það verulega langur tími,” segir Kristján. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að skila ráðherra svari við fyrrgreindri spurningu. Þá staðfesti Ásdís að það væri niðurstaða þessarar athugunar að nýr Landspítali á nýjum stað, til að mynda við Vífilsstaði, myndi fresta afhendingu spítalans um 10 til 15 ár.Þvert á fullyrðingar Þessi niðurstaða er þvert á fullyrðingar Samtaka um betri spítala á betri stað. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að byggja megi nýjan spítala á betri stað á næstu 10 árum þannig að hann geti verið tilbúinn árið 2025 eða tveimur árum á undan sjúkrahúsinu við Hringbraut. Nokkrir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins hafa talað fyrir því að aðrar staðsetningar verði skoðaðar. Meðal annars var Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, spurður að því á Alþingi í vor hvort hann telji koma til greina að reisa nýjan Landspítala annars staðar en við Hringbraut. Svar ráðherra var eftirfarandi: „Það væri að mati ráðherra mjög álitlegt að byggja nýjan Landspítala annars staðar, t.d. á Vífilsstöðum.”Tekið tvo áratugi Framsóknarflokkurinn hefur haft þá skoðun að það ætti að skoða aðrar staðsetningar. Væri ekki hægt að vinna þetta samhliða, það er að segja að halda áfram að byggja en á sama tíma að skoða aðrar staðsetningar? „Ég held að við séum bara komin í þá stöðu að framkvæmdir eru hafnar við Hringbrautina. Það er sjálfsagt mál að leiða hugann að því hvort, hvernig, hvenær eigi að hefjast handa við að byggja upp nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Það er lengri tíma verkefni og við sjáum það bara á þessu verkefni sem kennt er við Hringbraut að það hefur tekið um tvo áratugi að koma því á þann stað sem það er í dag,” segir Kristján Þór.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira