Frelsissviptingarmál í Fellsmúla: Reynt að koma í veg fyrir að parið flýi land Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 10:41 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir við Fellsmúla í gær. Vísir/GVA Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa. Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa.
Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03
Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00