Frelsi til að valda þjáningum og dauða? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 29. september 2012 06:00 Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun