Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 13:26 Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir. Innlent Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir.
Innlent Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira