Framtíð höfuðstöðva Íslandsbanka á Kirkjusandi ræðst á næstu mánuðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 13:26 Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir. Innlent Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka leggur áherslu á að ákvarðanir um framtíð núverandi höfuðstöðva hans liggi fljótlega fyrir. Engar breytingar verði hins vegar á samstarfi bankans við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á gömlu strætólóðinni. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka upplýsti í fréttum Stöðvar tvö um helgina að höfðustöðvar bankans verði fluttar á sjö hæðir í Norðurturninn í Kópavogi vegna myglu sem komið hefði upp í núverandi höfuðstöðvum á Kirkjusandi. Myglan mun hafa fundist á fjórum hæðum bankans og er hún sögð liggja djúpt í steypu útveggja. Þessi ákvörðun Íslandsbanka gæti haft töluverðáhrif áþróun Kirkjusandslóðarinnar. Bankinn gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Reykjavíkurborg um uppbyggingu gömlu strætólóðarinnar vestan við Kirkjusandslóðina og var meðáform um að byggja við höfuðstöðvar sínar og sameina þar starfsemi sem nú er áþremur stöðum. „Nú hefur þetta plan breyst en strætólóðin og það samþykkta ferli er í farvegi. En núþarf að skoða hvað verður um þessa Kirkjusandslóð,“ segir Birna. Nú þegar skipulagsvinnu við strætólóðina sé að ljúka verði farið að huga að söluferli á þeirri lóð. Birna hefur síðan sagt að allt eins komi til greina að rífa hús núverandi höfuðstöðva á Kirkjusandi.Það mun auðvitað breyta töluverðu um skipulagsmöguleika á þeirri lóð sem bankinn stendur á núna?„Já það breytir lóðinni sjálfri sem Kirkjusandur er á í dag breytir ekki í sjálfu sér skipulaginu á hinni svo kölluðu strætólóð. Þannig að nú verðum við bara að endurskoða planið varðandi Kirkjusandslóðina sjálfa,“ segir Birna og nú sé verið að skoða hvaða möguleikar séu þar. „Það hefur gengið vel samstarfið við Reykjavíkurborg í þessum skipulagsmálum þannig að við sjáum bara til hvaða stefu við tökum í því,“ segir bankastjórinn. Birna reiknar með að flutningar höfuðstöðvanna í Norðurturinn í Kópavogi hefjist í september og verði lokið á þessu ári.Nú hefur gengið erfiðlega að fylla turninn, eruð þið að fá góða leigu þar?„Ég vona það að við séum að fá góða leigu miðað við að við erum að taka mjög stóran hluta af turninum,“ segir Birna.Á meðan gömlu höfuðstöðvarnar standa verður bankinn að greiða fasteignagjöld af húsnæðinu. Þið hljótið að vilja hafa hraðar hendur með skipulag framtíðarinnar þar?„Við hendum okkur í það verkefni á næstu mánuðum,“ segir Birna Einarsdóttir.
Innlent Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira