Innlent

Framsóknarmenn í Kópavogi vara við að alið sé á úlfúð í garð útlendinga

Framsóknarmenn í Kópavogi sendu í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem varað er við því að alið sé á umræðu á þjóðernislegum nótum og úlfúð í garð útlendinga og þess sem erlent er.

Ályktunin var samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í bænum en þar segir ennfremur að slík umræða muni ekki skila samfélaginu fram á veg.

Án þess að það sé sagt berum orðum í ályktuninni er henni augljóslega beint meðal annars að fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins sem á dögunum bað um upplýsingar frá innanríkisráðherra um þátt útlendinga í afbrotum hér á landi.

Framsóknarmennirnir í Kópavogi segja að fáar þjóðir eigi jafn mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir og Íslendingar og því séu fyrirspurnir eða orðræða sem tengir saman glæpi og útlendinga til þess fallnar að auka á fordóma í samfélaginu og draga úr umburðarlyndi og samhug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×