Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2014 19:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. visir/valli Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í kjölfarið verður auknu fjármagni varið í þennan málaflokk. Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sambærilegt því besta sem þekkist innan OECD. Aðgerðunum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun. „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda og tækniráðs. Aðgerðaáætlunin sem nú hefur verið samþykkt felur í sér 21 aðgerð sem á að stuðla að þessu. Ábyrgð á aðgerðunum er sett í hendur ráðuneyta eða stofnana og kostnaður við hverja aðgerð er metinn. Áætlunin felur m.a. í sér stóraukið framlag í samkeppnissjóði og ráðstafanir til að auðvelda atvinnulífinu að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun. Þá er einnig stefnt að því að gera afrakstur fjárfestinga á þessu sviði betur ljósan með sérstöku upplýsingakerfi, efla nýliðun og gera gangverk opinbera kerfisins liprara og skilvirkara. Það er nýmæli í starfi Vísinda- og tækniráðs að unnin sé sérstök aðgerðaáætlun með tilgreindum ábyrgðaraðilum, hún kostnaðargreind og tímasett. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt að beita sér fyrir fjármögnun áætlunarinnar með fyrirvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. Ætlunin er að auka opinbera fjárfestingu í samkeppnissjóðum um 2,8 milljarða, þ.e. um 800 m.kr. fjárlagaárið 2015 og um allt að tvo milljarða kr. fjárlagaárið 2016. Um leið er þess vænst að aðgerðin auki fjárfestingar fyrirtækja um 5 milljarða kr. Það verður gert með því að skapa fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau sjái hag í að auka hlut sinn í rannsóknar- og nýsköpunarstarfi. Sérstaklega er hér horft til skatthvata. Reynsla annarra landa sýnir að aukin fjárfesting hins opinbera og atvinnulífs til vísinda og nýsköpunar eflir alþjóðlega samkeppnishæfni og skilar sér margfalt til baka í auknum skatt- og útflutningstekjum, í nýjum atvinnutækifærum, sparnaði, nýsköpun og hagkvæmni í opinberum rekstri, sem og fjölbreyttara samfélagi og atvinnulífi um land allt. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um nauðsyn þess að auka framleiðni, enda er það forsenda langtímahagvaxtar að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í fyrirtækjum og í opinberum rekstri. Einnig að bæta aðstæður svo ný fyrirtæki geti vaxið innanlands og skapað ný og áhugaverð störf sem ungt og velmenntað fólk sækir í. Vísindi og nýsköpun hafa stóraukið verðmætasköpun í hefðbundnum auðlindagreinum á síðustu árum, eins og í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuiðnaði, en vísindi og nýsköpun leika ekki síður lykilhlutverk í eflingu alþjóðageirans. Í alþjóðageiranum eru falin „stærstu vaxtartækifæri íslensks samfélags og með hliðsjón af vaxtarskorðum auðlindageirans mun hann þurfa að standa undir vaxandi hlutfalli útflutnings“, eins og það er orðað af Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Aðgerðaáætlunin var afgreidd á fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í dag að viðstöddum forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sem allir sitja í ráðinu. Aðgerðaáætlunin var unnin af sérstökum starfshópi á grundvelli fyrirliggjandi stefnu Vísinda- og tækniráðs 2014-2016. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í kjölfarið verður auknu fjármagni varið í þennan málaflokk. Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sambærilegt því besta sem þekkist innan OECD. Aðgerðunum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun. „Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda og tækniráðs. Aðgerðaáætlunin sem nú hefur verið samþykkt felur í sér 21 aðgerð sem á að stuðla að þessu. Ábyrgð á aðgerðunum er sett í hendur ráðuneyta eða stofnana og kostnaður við hverja aðgerð er metinn. Áætlunin felur m.a. í sér stóraukið framlag í samkeppnissjóði og ráðstafanir til að auðvelda atvinnulífinu að fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun. Þá er einnig stefnt að því að gera afrakstur fjárfestinga á þessu sviði betur ljósan með sérstöku upplýsingakerfi, efla nýliðun og gera gangverk opinbera kerfisins liprara og skilvirkara. Það er nýmæli í starfi Vísinda- og tækniráðs að unnin sé sérstök aðgerðaáætlun með tilgreindum ábyrgðaraðilum, hún kostnaðargreind og tímasett. Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt að beita sér fyrir fjármögnun áætlunarinnar með fyrirvara um fjárlagaferlið og afgreiðslu Alþingis. Ætlunin er að auka opinbera fjárfestingu í samkeppnissjóðum um 2,8 milljarða, þ.e. um 800 m.kr. fjárlagaárið 2015 og um allt að tvo milljarða kr. fjárlagaárið 2016. Um leið er þess vænst að aðgerðin auki fjárfestingar fyrirtækja um 5 milljarða kr. Það verður gert með því að skapa fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau sjái hag í að auka hlut sinn í rannsóknar- og nýsköpunarstarfi. Sérstaklega er hér horft til skatthvata. Reynsla annarra landa sýnir að aukin fjárfesting hins opinbera og atvinnulífs til vísinda og nýsköpunar eflir alþjóðlega samkeppnishæfni og skilar sér margfalt til baka í auknum skatt- og útflutningstekjum, í nýjum atvinnutækifærum, sparnaði, nýsköpun og hagkvæmni í opinberum rekstri, sem og fjölbreyttara samfélagi og atvinnulífi um land allt. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um nauðsyn þess að auka framleiðni, enda er það forsenda langtímahagvaxtar að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í fyrirtækjum og í opinberum rekstri. Einnig að bæta aðstæður svo ný fyrirtæki geti vaxið innanlands og skapað ný og áhugaverð störf sem ungt og velmenntað fólk sækir í. Vísindi og nýsköpun hafa stóraukið verðmætasköpun í hefðbundnum auðlindagreinum á síðustu árum, eins og í landbúnaði, sjávarútvegi og orkuiðnaði, en vísindi og nýsköpun leika ekki síður lykilhlutverk í eflingu alþjóðageirans. Í alþjóðageiranum eru falin „stærstu vaxtartækifæri íslensks samfélags og með hliðsjón af vaxtarskorðum auðlindageirans mun hann þurfa að standa undir vaxandi hlutfalli útflutnings“, eins og það er orðað af Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Aðgerðaáætlunin var afgreidd á fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum í dag að viðstöddum forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sem allir sitja í ráðinu. Aðgerðaáætlunin var unnin af sérstökum starfshópi á grundvelli fyrirliggjandi stefnu Vísinda- og tækniráðs 2014-2016.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira