Framkvæmdir við lúxushótel við Hörpu eru hafnar Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2016 19:30 Reiknað er með að nýtt fimm stjörnu Marriott Edition hótel hefji starfsemi á Hörpureitnum haustið 2018. mynd/mannvit Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Nýtt fimm stjörnu hótel mun rísa upp úr grunninum við Hörpu eftir um tvö ár en framkvæmdir við bygginguna eru loks hafnar. Lögmaður fjárfestanna hvorki staðfestir né neitar að Bill Gates kunni að vera á meðal fjárfesta. Eftir margra ára hlé eru vinnuvélar loksins farnar að sjást í grunninum við Hörpu. En innan fárra missera rís þar fimm stjörnu hótel Marriot Edition með 250 herbergjum. Á síðasta ári var gengið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu koma þar að. Morgunblaðið segist í dag hafa heimildir fyrir því að Bill Gates stofnandi Microsoft sé einn af þeim. En Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður fjárfestanna fæst hvorki til að staðfesta það né hrekja.Haraldur Flosi Tryggvason.vísir/gva„En það er verið að grafa eins og þú sérð hér fyrir aftan okkur og það verður hafist handa í haust við að reisa undirstöður að þessu merkilega mannvirki,“ segir Haraldur Flosi. Góðar horfur séu á að það takist að reisa bygginguna innan þess tíma sem menn settu sér. Carpenter and Company hafa gert samning við borgina til 50 ára en Marriot hótelið sem rís á lóðinni er eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.Þetta er náttúrlega stór framkvæmd á íslenskan mælikvarða? „Þetta er talsverð bygging já. En það eru nú framkvæmdir hér í kring sem eru alveg á sama mælikvarða,“ segir lögmaðurinn.Hvenær er áætlað að menn geti gengið hér inn í glæsta sali og skálað í kampavíni fyrir nýju hóteli? „Það er búið að semja við Marriott keðjuna um að hér verði Marriott Edition hótel árið 2018.“ Hótelbyggingin ein og sér mun kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar. „En það munu eflaust koma aðrir hluthafar að þessu þegar fram líða stundir.“Og þeir nokkuð frægir sumir? „Það er bara vonandi,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason og glottir.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun