Framkvæmdir hafnar við Klettaskóla Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 15:28 Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla létu til skarar skríða í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00
Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00