Fram hjá spítalanum á leið í sjúkraflug Svavar Hávarðsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Staðan í heilbrigðismálum hér í Vestmannaeyjum er hreint út sagt afleit. Í stað þeirrar nærþjónustu sem tók áratugi að byggja upp eru sjúklingar í stórauknum mæli fluttir að þjónustunni í Reykjavík, í stað þess að fá hana hér í bæjarfélaginu. Hagræðið í þessu er náttúrlega ekkert því ofan á alla beina heilbrigðisþjónustu vegna læknisþjónustu, lyfja, legu og fleira bætist rándýr flutningskostnaður,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Um land allt?Hafi eitthvert eitt mál staðið upp úr í aðdraganda alþingiskosninganna í október þá voru það heilbrigðismálin. Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk snerist um stöðuna á Landspítalanum en minna fór fyrir umræðu um stöðu heilbrigðisstofnana úti um land – en það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður þjónustunnar hefur ekki síður bitnað á þeim en þjóðarsjúkrahúsinu. Krafa tæplega 90 þúsund Íslendinga, sem skrifuðu nafn sitt undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, um að ríkið verji ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála, var útgangspunktur umræðunnar. Þegar svo mjög er rætt um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar, stendur eftir sú stóra spurning hvort verið sé að tala um sterkan Landspítala eða sterkar heilbrigðisstofnanir um allt land. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, sem nú hefur verið sameinuð undir merkjum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur ekki farið varhluta af niðurskurði. Vegna sérstöðu sveitarfélagsins brennur það kannski frekar á íbúum Vestmannaeyja en annarra, að grunnþjónusta sé aðgengileg á staðnum. Þessu má finna stað í fundargerðum sveitarfélagsins mörg ár aftur í tímann – sem eru allar áþekkar.70% fleiri sjúkraflugÁ fundi bæjarráðs 13. janúar 2015 er bókað: „Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. Það þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem þjónusta á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skert þá hefur kostnaður vegna sjúkraflugs aukist. Staðreyndin er enda sú að fólk veikist og slasast alveg jafnt þótt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sé skert. Breytingin er því eingöngu sú að þjónusta sem áður var veitt t.d. á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er nú veitt í Reykjavík. Skerðing á bráðaþjónustu og viðbragðsgetu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur því orðið til þess að frá 2013 til 2014 er um 70% fjölgun í sjúkraflugi að ræða.“ Enn fremur er vikið að því að kostnaður við hvert sjúkraflug er verulegur eða 600 þúsund krónur. Árin 2013, 2014, 2015 og 2016 voru sjúkraflug frá Eyjum yfir hundrað talsins og töluverður fjöldi þeirra hefði verið óþarfur ef skerðing á þjónustu hefði ekki komið til. Elliði segir að það alvarlegast að í Eyjum er ekki starfrækt skurðstofa sem ræður bæði við neyðarþjónustu og einfaldari aðgerðir og hins vegar að ekki skuli vera veitt full fæðingarþjónusta. „Stundum hefur því verið fleygt framan í okkur að læknar vilji ekki búa á landsbyggðinni og því væri ekki hægt að manna þessar stöður. Fyrir nokkrum árum létum við reyna á þessar fullyrðingar og í ljós kom að þær voru hreinlega rangar. Með ríkum vilja var til að mynda bæði hægt að fá til starfa svæfingar- og skurðlækni á stofnunina hér í Eyjum. Það sem vantar er fyrst og fremst pólitískur vilji,“ segir Elliði og bætir við að fyrir sjúklinga og aðra þjónustuþega, svo sem foreldra sem eiga von á barni, sé ástandið hroðalegt. „Fæðing er náttúrulega stærsta stund hverra foreldra og í raun hverrar fjölskyldu. Fyrir velferðarríki eins og okkar er fráleitt að tvístra fjölskyldum á slíkum stundum. Eldri börnum þarf jafnvel að koma í pössun, ömmur og afar hafa ekki tök á að veita stuðning og foreldrarnir sjálfir að taka sér frí frá vinnu langt umfram það sem annars myndi gerast. Þar ofan á bætist svo gríðarlegur kostnaður vegna leigu á húsnæði í borginni, uppihalds og margs fleira. Sé ríkið að sjá einhverjar krónur í hagræðingu á þessu fyrirkomulagi þá er alveg ljóst að verið er að flytja kostnaðinn margfalt yfir á sjúklinga og foreldra,“ segir Elliði.Í mannlegu valdiElliði segir að sveitarstjórnarfólk í Eyjum sé búið að reyna allt sem í mannlegu valdi stendur til að opna augu heilbrigðisyfirvalda fyrir þessu ófremdarástandi – en án árangurs. „Við höfum til að mynda lagt það til að Vestmannaeyjabær taki að sér alla heilbrigðisþjónustu með þjónustusamningi en eyru ráðafólks hafa verið dauf þegar að rödd okkar kemur. Alvarlegast í þessu þykir okkur að fyrir fáeinum misserum skipuðum við starfshóp ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fara átti yfir þjónustustig heilbrigðisstofnunarinnar hér í Eyjum. Um margt var starfshópurinn ósammála en var einróma um að hér ætti án undantekninga að vera rekin svokölluð C1 fæðingarþjónusta [C1 er millistór fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráða-fæðingarhjálp, áhaldafæðingum og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænurótardeyfingu. Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni er þar allan sólarhringinn.] Skýrslunni var skilað en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá vitum við ekki betur en að hún sé enn á skrifborðshorni ráðherra. Svona vinnubrögð ganga náttúrulega ekki.“ Elliði hnykkir á því að á ári hverju greiða Eyjamenn átta milljarða í sameiginlega sjóði þjóðarinnar – þrír skili sér til baka vegna þjónustu í nærsamfélaginu og þá er rekstur Landeyjahafnar og Herjólfs tekinn með. „Okkur finnst því ekki frekt að ætlast til að við fáum stuðning við að veita hér þannig heilbrigðisþjónustu að börn geti hér fæðst og þeir sem veikjast fái þjónustu. Við trúum því að nýkjörnir þingmenn og nýr ráðherra heilbrigðismála leggi okkur lið í baráttunni. Velferð Vestmannaeyja er undir,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Staðan í heilbrigðismálum hér í Vestmannaeyjum er hreint út sagt afleit. Í stað þeirrar nærþjónustu sem tók áratugi að byggja upp eru sjúklingar í stórauknum mæli fluttir að þjónustunni í Reykjavík, í stað þess að fá hana hér í bæjarfélaginu. Hagræðið í þessu er náttúrlega ekkert því ofan á alla beina heilbrigðisþjónustu vegna læknisþjónustu, lyfja, legu og fleira bætist rándýr flutningskostnaður,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Um land allt?Hafi eitthvert eitt mál staðið upp úr í aðdraganda alþingiskosninganna í október þá voru það heilbrigðismálin. Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk snerist um stöðuna á Landspítalanum en minna fór fyrir umræðu um stöðu heilbrigðisstofnana úti um land – en það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður þjónustunnar hefur ekki síður bitnað á þeim en þjóðarsjúkrahúsinu. Krafa tæplega 90 þúsund Íslendinga, sem skrifuðu nafn sitt undir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, um að ríkið verji ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála, var útgangspunktur umræðunnar. Þegar svo mjög er rætt um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar, stendur eftir sú stóra spurning hvort verið sé að tala um sterkan Landspítala eða sterkar heilbrigðisstofnanir um allt land. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, sem nú hefur verið sameinuð undir merkjum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur ekki farið varhluta af niðurskurði. Vegna sérstöðu sveitarfélagsins brennur það kannski frekar á íbúum Vestmannaeyja en annarra, að grunnþjónusta sé aðgengileg á staðnum. Þessu má finna stað í fundargerðum sveitarfélagsins mörg ár aftur í tímann – sem eru allar áþekkar.70% fleiri sjúkraflugÁ fundi bæjarráðs 13. janúar 2015 er bókað: „Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. Það þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem þjónusta á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skert þá hefur kostnaður vegna sjúkraflugs aukist. Staðreyndin er enda sú að fólk veikist og slasast alveg jafnt þótt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sé skert. Breytingin er því eingöngu sú að þjónusta sem áður var veitt t.d. á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er nú veitt í Reykjavík. Skerðing á bráðaþjónustu og viðbragðsgetu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur því orðið til þess að frá 2013 til 2014 er um 70% fjölgun í sjúkraflugi að ræða.“ Enn fremur er vikið að því að kostnaður við hvert sjúkraflug er verulegur eða 600 þúsund krónur. Árin 2013, 2014, 2015 og 2016 voru sjúkraflug frá Eyjum yfir hundrað talsins og töluverður fjöldi þeirra hefði verið óþarfur ef skerðing á þjónustu hefði ekki komið til. Elliði segir að það alvarlegast að í Eyjum er ekki starfrækt skurðstofa sem ræður bæði við neyðarþjónustu og einfaldari aðgerðir og hins vegar að ekki skuli vera veitt full fæðingarþjónusta. „Stundum hefur því verið fleygt framan í okkur að læknar vilji ekki búa á landsbyggðinni og því væri ekki hægt að manna þessar stöður. Fyrir nokkrum árum létum við reyna á þessar fullyrðingar og í ljós kom að þær voru hreinlega rangar. Með ríkum vilja var til að mynda bæði hægt að fá til starfa svæfingar- og skurðlækni á stofnunina hér í Eyjum. Það sem vantar er fyrst og fremst pólitískur vilji,“ segir Elliði og bætir við að fyrir sjúklinga og aðra þjónustuþega, svo sem foreldra sem eiga von á barni, sé ástandið hroðalegt. „Fæðing er náttúrulega stærsta stund hverra foreldra og í raun hverrar fjölskyldu. Fyrir velferðarríki eins og okkar er fráleitt að tvístra fjölskyldum á slíkum stundum. Eldri börnum þarf jafnvel að koma í pössun, ömmur og afar hafa ekki tök á að veita stuðning og foreldrarnir sjálfir að taka sér frí frá vinnu langt umfram það sem annars myndi gerast. Þar ofan á bætist svo gríðarlegur kostnaður vegna leigu á húsnæði í borginni, uppihalds og margs fleira. Sé ríkið að sjá einhverjar krónur í hagræðingu á þessu fyrirkomulagi þá er alveg ljóst að verið er að flytja kostnaðinn margfalt yfir á sjúklinga og foreldra,“ segir Elliði.Í mannlegu valdiElliði segir að sveitarstjórnarfólk í Eyjum sé búið að reyna allt sem í mannlegu valdi stendur til að opna augu heilbrigðisyfirvalda fyrir þessu ófremdarástandi – en án árangurs. „Við höfum til að mynda lagt það til að Vestmannaeyjabær taki að sér alla heilbrigðisþjónustu með þjónustusamningi en eyru ráðafólks hafa verið dauf þegar að rödd okkar kemur. Alvarlegast í þessu þykir okkur að fyrir fáeinum misserum skipuðum við starfshóp ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fara átti yfir þjónustustig heilbrigðisstofnunarinnar hér í Eyjum. Um margt var starfshópurinn ósammála en var einróma um að hér ætti án undantekninga að vera rekin svokölluð C1 fæðingarþjónusta [C1 er millistór fæðingardeild þar sem auk ljósmæðra starfa fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og/eða skurðlæknir sem hefur þjálfun í bráða-fæðingarhjálp, áhaldafæðingum og keisaraskurði. Hægt er að bjóða upp á framköllun fæðinga og mænurótardeyfingu. Bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni er þar allan sólarhringinn.] Skýrslunni var skilað en þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan þá vitum við ekki betur en að hún sé enn á skrifborðshorni ráðherra. Svona vinnubrögð ganga náttúrulega ekki.“ Elliði hnykkir á því að á ári hverju greiða Eyjamenn átta milljarða í sameiginlega sjóði þjóðarinnar – þrír skili sér til baka vegna þjónustu í nærsamfélaginu og þá er rekstur Landeyjahafnar og Herjólfs tekinn með. „Okkur finnst því ekki frekt að ætlast til að við fáum stuðning við að veita hér þannig heilbrigðisþjónustu að börn geti hér fæðst og þeir sem veikjast fái þjónustu. Við trúum því að nýkjörnir þingmenn og nýr ráðherra heilbrigðismála leggi okkur lið í baráttunni. Velferð Vestmannaeyja er undir,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira